25.08.2012 09:35

Sonja aftur á Hóla


Sonja fór nýverið í inntökupróf fyrir reiðkennaradeildina á Hólum, sem gekk með svo miklum ágætum að hún komst inn. Í vetur er í síðasta skiptið sem verður boðið uppá reiðkennaradeild með gamla sniðinu svo Sonja ákvað að slá til þrátt fyrir að hún stundi nám við dýralækningar. Hún er þó hvergi nærri hætt því, heldur tekur þetta hliðarspor sér til gagns og gamans og heldur svo dýralæknanáminu áfram. Það er því spennandi íslenskur vetur sem bíður litlu fjölskyldunnar, Friðrik mun stunda tamningar og þjálfun hrossa og Jakob mun sækja Skagfirskan leikskóla. En fyrst tekur við danskt haust með námi, kynbótastörfum, reiðkennslu og fyrstu stundum Jakobs inná leikskóla.

Kvaran og Sonja á íþróttamóti Þyts
Sem klárhest á Hóla mun Sonja fara með Kvaran frá Lækjamóti. Hann er 7 vetra geldingur í hennar eigu, undan Sveini-Hervari frá Þúfu og Kolfinnsdótturinni Rauðhettu frá Lækjamóti. Kvaran hefur verið að gera það gott í keppni, með góðar gangtegundir og útgeislun. 

Návist og Sonja í þokunni á Hólum
Sem alhliðahest fer Sonja með Návist frá Lækjamóti. Hún er 6 vetra hryssa í eigu Þóris, undan Sævari frá Stangarholti og Andvaradótturinni Gildru frá Lækjamóti. Návist er með 8.21 í aðaleinkunn í kynbótadómi, þar sem hennar aðall er mjög gott og hreint tölt og skeið.

Að lokum er hér mynd af draumaprinsinum þeirra Sonju og Friðriks, sem gaf mömmu sinni knús að loknu inntökuprófi.


Reynum að láta drauma okkar rætast! 

22.08.2012 23:18

Opna íþróttamót Þyts


Opna íþróttamót Þyts var haldið um síðustu helgi. Mótið var nokkuð sterkt og mjög vel var að því staðið. Sonja, Friðrik og James tóku þátt á mótinu með góðum árangri. Sonja keppti á Kvarani sínum frá Lækjamóti í tölti og fjórgangi 1.flokks. Hún varð stigahæsti knapi í fjórgangsgreinum ásamt því að vera efsti Þytsfélagi í bæði tölti og fjórgangi. Sonja keppti einnig á Návist frá Lækjamóti í fimmgangi og gæðingaskeiði og kom heim reynslunni ríkari eftir þeirra fyrstu keppni.
  
Sonja og Kvaran frá Lækjamóti                                                 Sonja og Návist frá Lækjamóti

Friðrik keppti á Björk frá Lækjamóti í slaktaumatölti og varð í öðru sæti. Góður árangur hjá þeim eftir litla þjálfun í greininni og verður spennandi að sjá hvernig samband þeirra þróast.

Friðrik og Björk frá Lækjamóti

James átti einnig gott mót. Hann var í töltúrslitum með Vigtý frá Lækjamóti og endaði í 4.sæti og hækkaði sig þar úr 5.-6. sæti inn í úrslitin. Hann var með Sóma frá Ragnheiðarstöðum í fjórgangsúrslitum og varð þar einnig í 4.sæti eftir að hafa komið fimmti inn í þau úrslit. Með hann Flugar sinn frá Barkarstöðum varð hann í 3.sæti í fimmgangi og hækkaði sig einnig í þeim úrslitum um sæti og gerði sér svo lítið fyrir og sigraði gæðingaskeiðið!
  
James og Vigtýr frá Lækjamóti,                                     James og Flugar frá Barkarstöðum, sigurvegarar í gæðingaskeiði

Aðalmaðurinn á þessu hestamóti var samt án efa hann Jakob Friðriks og Sonjuson. Hann hreif með sér fólkið í brekkunni, sá um tæknimálin, dansaði og skríkti emoticon
  
Fær sér snarl                                                                           Heillar stelpurnar
  
Dansar                                                                                          Brosmildi prins


Meðfylgjandi eru öll úrslit mótsins:
Fimmgangssigurvegari: 
Mette Mannseth 

Fjórgangssigurvegari í 1. flokki 
Sonja Líndal Þórisdóttir 

Fjórgangssigurvegari í 2. flokki 
Kolbrún Stella Indriðadóttir 

Fjórgangssigurvegari í unglingaflokki 
Finnbogi Bjarnason 

Fjórgangssigurvegari í barnaflokki 
Sara Lind Sigurðardóttir 

Stigahæsti knapi 
Mette Mannseth 

Fimmgangur 1. flokkur 
1 Bjarni Jónasson / Djásn frá Hnjúki 6,86 
2 Mette Mannseth / Háttur frá Þúfum 6,83 
3 James Bóas Faulkner / Flugar frá Barkarstöðum 6,43 
4 Tryggvi Björnsson / Kafteinn frá Kommu 5,98 
5 Gunnar Reynisson / Kveikur frá Sigmundarstöðum 3,07 hætti keppni

Tölt 1. flokkur 

1 Mette Mannseth / Hnokki frá Þúfum 7,56 
2 Bjarni Jónasson / Eik frá Narfastöðum 7,28 
3 Sonja Líndal Þórisdóttir / Kvaran frá Lækjamóti 6,89 
4 James Bóas Faulkner / Vígtýr frá Lækjamóti 6,56 
5 Ægir Sigurgeirsson / Gítar frá Stekkjardal 6,50 
6 Jóhann Magnússon / Oddviti frá Bessastöðum 6,39 

Tölt 2. flokkur 

1 Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum 6,89 
2 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti 6,83 
3 Laufey Rún Sveinsdóttir / Ótti frá Ólafsfirði 6,22 
4 Ragnar Smári Helgason / Kóði frá Grafarkoti 6,06 
5 Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir / Spyrna frá Syðri-Reykjum 5,67 

Tölt unglingaflokkur 
1 Finnbogi Bjarnason / Svala frá Garði 7,00 
2 Helga Rún Jóhannsdóttir / Logadís frá Múla 6,44 
3 Aron Orri Tryggvason / Stúdent frá Gauksmýri 6,39 
4 Lilja Karen Kjartansdóttir / Tangó frá Síðu 6,17 
5 Kristófer Smári Gunnarsson / Krapi frá Efri-Þverá 5,44 

Tölt barna 
1 Viktor Jóhannes Kristófersson / Flosi frá Litlu-Brekku 5,94 
2 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 5,78 
3 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Fjöður frá Grund 5,56 
4 Sara Lind Sigurðardóttir / Hvönn frá Syðri-Völlum 5,33 
5 Edda Felicia Agnarsdóttir / Faktor frá Dalbæ 4,56 

Tölt T2 
1 Mette Mannseth / Háttur frá Þúfum 7,13 
2 Friðrik Már Sigurðsson / Björk frá Lækjamóti 6,21 
3 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Funi frá Fremri-Fitjum 5,46 
4 Sverrir Sigurðsson / Kasper frá Höfðabakka 5,00 

Fjórgangur 1. flokkur 
1 Helga Thoroddsen / Fylkir frá Þingeyrum 6,73 
2-3 Sonja Líndal Þórisdóttir / Kvaran frá Lækjamóti 6,53 
2-3 Bjarni Jónasson / Spölur frá Njarðvík 6,53 
4 James Bóas Faulkner / Sómi frá Ragnheiðarstöðum 6,13 
5 Herdís Einarsdóttir / Brúney frá Grafarkoti 6,07 

Fjórgangur 2. flokkur 
1 Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum 6,87 
2 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti 6,40 
3 Ægir Sigurgeirsson / Hrókur frá Grænuhlíð 6,17 
4 Þorgeir Jóhannesson / Bassi frá Áslandi 5,67 
5 Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir / Spyrna frá Syðri-Reykjum 5,17 

Fjórgangur unglingaflokkur 

1 Finnbogi Bjarnason / Svala frá Garði 6,53 
2 Helga Rún Jóhannsdóttir / Prins frá Hesti 6,03 
3 Eva Dögg Pálsdóttir / Brokey frá Grafarkoti 5,80 
4 Hanna Ægisdóttir / Penni frá Stekkjardal 5,57 
5 Friðrún Fanný Guðmundsdóttir / Demantur frá Blönduósi 5,50 

Fjórgangur barna 
1 Sara Lind Sigurðardóttir / Hvönn frá Syðri-Völlum 5,83 
2 Viktor Jóhannes Kristófersson / Flosi frá Litlu-Brekku 5,53 
3 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 5,50 
4 Edda Felicia Agnarsdóttir / Faktor frá Dalbæ 5,23 
5 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Fjöður frá Grund 5,20 

Gæðingaskeið 

1 James Bóas Faulkner, Flugar frá Barkarstöðum 6,46
Umferð 1 4,50 6,50 7,00 9,70 7,00 6,08 
Umferð 2 6,00 6,50 7,00 9,20 7,50 6,83 
2 Mette Mannseth, Hnokki frá Þúfum 6,38
Umferð 1 7,00 7,00 7,00 9,50 7,00 6,75 
Umferð 2 6,50 6,50 7,00 10,20 7,00 6,00 
3 Kristófer Smári Gunnarsson, Kofri frá Efri-Þverá 6,00
Umferð 1 6,00 6,50 6,50 9,90 5,00 5,75 
Umferð 2 6,50 7,00 7,00 9,90 6,50 6,25 
4 Sonja Líndal Þórisdóttir, Návist frá Lækjamóti 4,38
Umferð 1 5,50 5,50 5,50 11,70 7,00 4,17 
Umferð 2 5,50 5,50 5,50 10,90 5,50 4,58 
5 Jóhann Magnússon, Skyggnir frá Bessastöðum 3,08
Umferð 1 5,50 6,00 6,00 9,60 7,50 6,17 
Umferð 2 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 

09.08.2012 13:46

Ný 1.verðlauna hryssa frá Lækjamóti!


Gáta frá Lækjamóti og Ísólfur 

Í dag lauk yfirlitssýningu á síðsumarsýningu kynbótahrossa á Hvammstanga.  Efsta hross sýningarinnar var hin 5 vetra gamla Gáta frá Lækjamóti undan Toppu frá Lækjamóti og Trúr frá Auðsholtshjáleigu. Gáta hlaut 8,24 fyrir hæfileika, 7,96 fyrir sköpulag og í aðaleinkunn 8,13 sem er frábær árangur en Gáta hefur aldrei verið sýnd áður.  Eigandi Gátu og ræktandi er Elín R. Líndal sem má vera stolt af þessari stórglæsilegu hryssu. 

Sköpulag
Höfuð7.5
Háls/herðar/bógar8
Bak og lend7.5
Samræmi8
Fótagerð8
Réttleiki7.5
Hófar8.5
Prúðleiki8
Sköpulag7.96
Kostir
Tölt8
Brokk8
Skeið8.5
Stökk8
Vilji og geðslag8.5
Fegurð í reið8.5
Fet8
Hæfileikar8.24
Hægt tölt8
Hægt stökk7.5
Aðaleinkunn8.13


Gáta er flugvökur og flott


Toppa móðir Gátu hefur því gefið tvær 1.verðlauna hryssur en hin er Rán frá Lækjamóti sem er með 8,22 í aðaleinkunn þar af 8,30 fyrir hæfileika og er ræktunarhryssa á Lækjamóti.                                             








Toppa frá Lækjamóti með eitt af afkvæmum sínum 


og á meðan Friðrik dæmdi kynbótahross á Miðfossum fylgdust Sonja og Jakob Friðriksson vel með
kynbótahrossum á Hvammstanga 








24.07.2012 15:28

Kristófer og Freyðir komu sterkir inn á sínu fyrsta Íslandsmóti

Það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir það að ríða í úrslitum á Íslandsmóti, hvað þá í tveimur úrslitum. Það varð hinsvegar raunin um síðustu helgi þegar Ísólfur náði þeim frábæra árangri að komast í A-úrslit í fjórgangi á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og B-úrslit í tölti á Freyði frá Leysingjastöðum II.  Freyðir var auk þess næsti hestur inn í B-úrslit í fjórgangi og því má segja að Ísólfur hafi riðið sjálfan sig út úr úrslitum með frábærum árangri á Kristófer.
Erum við afar ánægð með árangur þessara ungu hesta en þeir hafa lært og þroskast mikið á þessu ári og gaman að þeir skulu báðir ná að blanda sér í baráttu við bestu hesta landsins.


Kristófer og Ísólfur urðu í 5.sæti í fjórgangi á Íslandsmótinu 2012


Kristófer á kröftugu brokki

A-úrslitin í fjórgangi urðu þessi:

1. Guðmundur F. Björgvinsson Hrímnir frá Ósi 7,83

2. Hekla Katharína Kristinsdóttir Vígar frá Skarði 7,63

3. Eyjólfur Þorsteinsson Hlekkur frá Þingnesi 7,57

4. Hinrik Bragason Njáll frá Friðheimum 7,47

5. Ísólfur Líndal Þórisson Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 7,28

6. Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalæk 7,17



Ísólfur og Freyðir urðu í 8.-9. sæti í Tölti á Íslandsmótinu 2012

Niðurstaða B-úrslitanna varð þessi:
6. Árni Björn Pálsson /Stormur frá Herríðarhóli 8,61
7. Eyjólfur Þorsteinsson /Háfeti frá Úlfsstöðum 7,89
8. Þórarinn Eymundsson /Taktur frá Varmalæk 7,67
9. Ísólfur Líndal Þórisson /Freyðir frá Leysingjastöðum II 7,67
10. Bjarni Jónasson /Randalín frá Efri-Rauðalæk 7,33

Eftir á komið var heim af Íslandsmótinu fékk Freyðir að fara aftur í hólfið hér á Lækjamóti og hitta hryssurnar sínar en þær tóku afar vel á móti honum  emoticon

11.07.2012 08:15

Stóðið á heiði


Stóðinu finnst fátt skemmtilegra en að fá að fara upp á heiði þar sem það getur hlaupið um í sannkallaðri íslenskri víðáttu. 
Í gær fórum við með 65 hross á Víðidalstunguheiði en seinna í sumar verður farið með folaldshryssurnar sem enn eru hjá stóðhestum. 
Reksturinn gekk vel, lagt var af stað um hádegi, stoppað í Víðidalstungurétt til að fá sér snarl, skipt um reiðhesta og hugað að stóðinu áður en lengra var haldið. Rétt fyrir klukkan tvö var lagt af stað frá réttinni, næsta stopp var við Hrappsstaði þar sem var skipt aftur um reiðhesta.  Klukkan fjögur var áfangastað náð og hliðið opnað upp á Víðidalstunguheiði. Þá átti eftir að ríða til baka og klukkan sex vorum við komin aftur í hesthús á Lækjamóti, sæl og ánægð með afrakstur dagsins.  


Verið að líta aðeins á ungviðið áður en haldið er áfram


  Guðmar var ekki á hesti en vildi ólmur komast út að smala og var því hleypt út nokkrum sinnum á leiðinni til að hlaupa 


Hliðið komið í ljós - áfangastað náð!

01.07.2012 21:35

Frábær árangur á landsmóti í Reykjavík 2012



Glæsilegu Landsmóti í Víðidal 2012 er lokið eftir frábæra sjö daga. Öll aðstaða var til fyrirmyndar fyrir hesta og menn og hver dagur bauð upp á veislu þar sem margir gæðingar sáust. 
Hjá Lækjamótsfjölskyldunni bar hæst glæsilegur árangur þeirra Ísólfs og Freyðis en þeir komust í A-úrslit í B-flokki gæðinga og enduðu í 6.sæti með 8,70 í einkunn. Stórglæsilegur árangur hjá þeim félögum!
Úrslitin í B-flokki gæðinga urðu þessi:
1 Glóðafeykir frá Halakoti / Einar Öder Magnússon 9,00
2 Hrímnir frá Ósi / Guðmundur Björgvinsson 8,97
3 Loki frá Selfossi / Sigurður Sigurðarson 8,95
4 Eldjárn frá Tjaldhólum / Halldór Guðjónsson 8,77
5 Sveigur frá Varmadal / Hulda Gústafsdóttir 8,72
6 Freyðir frá Leysingjastöðum II / Ísólfur Líndal Þórisson 8,70
7 Álfur frá Selfossi / Christina Lund 8,67
8 Stefnir frá Þjóðólfshaga 1 / Viðar Ingólfsson 8,48

Ísólfur og Freyðir urðu í 6.sæti í B-flokki gæðinga á landsmóti 2012


Ísólfur og Freyðir á hægu tölti

Brokkið er líka glæsilegt 


Verðlaunaafhending

 Flottir og glaðir eftir verðlaunaafhendingu

Það voru fleiri sem stóðu sig vel á Landsmótinu, Návist frá Lækjamóti var sýnd í kynbótadómi og hækkaði fyrir skeið úr 8,0 í 8,5 sem þýddi hækkun á hæfileikum í 8,27 og í aðaleinkunn í 8,21. 

Návist frá Lækjamóti og Ísólfur

Í barnaflokki tók Ásdís Brynja þátt á stóðhestinum Prímusi frá Brekkukkoti, þau voru undir handleiðslu Ísólfs fyrir og yfir mótið og stóðu sig glæsilega komust í B-úrslit og urðu í 11-12 sæti með 8,43.

Ásdís Brynja einbeitt 


Keppnin var gríðarhörð í öllum flokkum og voru m.a þrír af hestum Ísólfs rétt utan við milliriðla, Vökull frá Sæfelli var með 8,43 en til að komast í milliriðla í A-flokki þurfti 8,44 og í B-flokki voru Kristófer og Kvaran báðir með góðar einkunnir enda miklir gæðingar, Kvaran með 8,43 og Kristófer með 8,47. 

Ísólfur og Kvaran frá Lækjamóti

Það er alltaf gott að koma heim aftur í sveitina og tekur nú við áframhaldandi þjálfun enda stefnan tekin á Íslandsmót á Vindheimamelum nú í júli.




17.06.2012 12:12

Þrjú í viðbót inná landsmót í gær svo alls 11 stk á leið í Víðidalinn!

Úrtaka hestamannafélagsins Neista fór fram á Blönduósi í gær. Ísólfur keppti þar í B-flokk á Freyði frá Leysingjastöðum og stóð efstur eftir forkeppni með glæsilega einkunn eða 8,61 sem er eins og stendur 10. hæsta einkunn úr forkeppni yfir landið emoticon  Í A.flokki fór hann svo með Vökul frá Sæfelli og Snerpu frá Eyri og varð í 1.-og 2. sæti eftir forkeppni með þau og því einnig með þau inná mót. Það er því ljóst að alls fara 11 hross á Landsmót frá Lækjamótsfólkinu þar af 8 hjá Ísólfi. Er því mikil tilhlökkun farin að gera vart við sig fyrir komandi Landsmóti í Víðidal en auk keppninnar er eitt það skemmtilegasta við Landsmót að horfa á kynbótahrossin og hitta vini og kunningja. 


Ísólfur og Freyðir á hægu tölti 


Í dag er 17.júní Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga og var ekki amalegt að hefja daginn á að ganga í sól og logni upp í "fæðingarhólf" til að hitta hryssur og folöld. Enn eru fimm hryssur eftir að kasta og vonum við að það hafist hjá þeim fyrir landsmót. Í dag er svo stefnan tekin á Hvammstanga þar sem fara fram 17.júní hátíðarhöld.


Þessi skjótti hestur fæddist í fyrradag. Hann er undan Kæti frá Leysingjastöðum II og Álffinni frá Syðri-Gegnishólum. 


Ísak að spjalla við Bikar m. Sinfónía Saurbæ f. Freyðir Leysingjastöðum II


Ekki hægt að segja annað en mikil ró sé yfir öllum í "fæðingarhólfinu" emoticon


þessi flotti gaur er undan Aþenu f. Lækjamóti og Þórálfi f. Prestbæ


lítil skvísa undan Straumey f. Leysingjastöðum II og Fræg frá Flekkudal


11.06.2012 21:56

folöld-folöld-folöld

Það bætist reglulega í folaldahópinn á Lækjamóti og er fátt skemmtilegra en liggja úti hjá þeim og fylgjast með þeim takast á við misjöfn verkefni. Í dag gaf ég mér tíma til að fylgjast með í "meðgönguhólfinu" og notaði tækifærið og smellti af þeim myndum sem sjá má hér fyrir neðan. 


Þessi sæta jarpa hryssa undan Önn f. Lækjamóti og Frakk frá Langholti skemmti sér vel í þúfunum í dag...


...og fór milli hlaupatúra að kljást við mömmu sína


Þessi litla dama er undan Freyði frá Leysingjastöðum II og Eik frá Grund og eins og pabba sínum finnst henni gott að borða emoticon


og hætti ekki fyrr en hún fékk sopa


Sumar voru styggar og þá var "hundurinn" Guðmar sendur af stað til að reka þær í áttina að ljósmyndaranum emoticon


og það gekk, þær komu hlaupandi...


...bókstaflega alla leið til ljósmyndara (Rauðhetta frá Lækjamóti með folaldið sitt undan Jóni frá Kjarri)


Skjótt skvísa undan Gildru frá Lækjamóti og Jóni frá Kjarri og því sammæðra Návist frá Lækjamóti sem hlaut nýverið 8,20 í aðaleinkunn og farseðil inn á landsmót




 
Við erum ansi spennt yfir þessu flotta stóðhestefni undan Adamsdótturinni Ögn frá Leysingjastöðum II og Mætti frá Leirubakka!

Svo bíðum við bara spennt eftir að fleiri folöld komi í heiminn en von er á þónokkrum hóp í viðbót.



10.06.2012 17:04

Úrslit gæðingamóts Þyts

Ísólfur og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi fengu í dag hinn eftirsótta Akks bikar með sigri í B-flokki gæðinga hjá Þyt. Ísólfur varð í 1. og 2. sæti eftir forkeppni en ákvað að gefa Kvarani frí að þessu sinni. 
 Birna stóð sig einnig frábærlega og sigraði unglingaflokkinn og í A-flokki urðu Ísólfur og Álfrún í 3.sæti.
Akks styttan glæsilega sem Þóranna heldur á fyrir Ísólf.

Önnur úrslit urðu þessi (fengið af www.thytur.is)

Barnaflokkur

1    Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 8,33 

2    Viktor Jóhannes Kristófersson / Flosi frá Litlu-Brekku 8,26 

3    Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir / Næmni frá Grafarkoti 8,14 


Unglingaflokkur

1    Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti 8,37 

2    Aron  Orri Tryggvason / Stúdent frá Gauksmýri 8,28 

3    Kristófer Smári Gunnarsson / Krapi frá Efri-Þverá 8,20 

4    Helga Rún Jóhannsdóttir / Prins frá Hesti 8,18 

5    Eydís Anna Kristófersdóttir / Spyrna frá Syðri Reykjum 8,09 


Ungmennaflokkur

1    Jóhannes Geir Gunnarsson / Nepja frá Efri-Fitjum 8,35 
2    Fríða Marý Halldórsdóttir / Geisli frá Efri-Þverá 8,25 
3    Jónína Lilja Pálmadóttir / Greipur frá Syðri-Völlum 8,21 
4    Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir / Glófaxi frá Kópavogi 8,08 


B-flokkur

1    Kristófer frá Hjaltastaðahvammi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,55 

2    Grettir frá Grafarkoti / Fanney Dögg Indriðadóttir 8,53 

3    Sveipur frá Miðhópi / Tryggvi Björnsson 8,49 

4    Dröfn frá Höfðabakka / Sverrir Sigurðsson 8,37 

5    Brúney frá Grafarkoti / Herdís Einarsdóttir 8,36 


A-flokkur

1    Kafteinn frá Kommu / Tryggvi Björnsson 8,60 

2    Frabín frá Fornusöndum / Jóhann Magnússon 8,44 

3    Álfrún frá Víðidalstungu II / Ísólfur Líndal Þórisson 8,38 

4    Hera frá Bessastöðum / Jóhann Magnússon 8,23 

5    Svipur frá Syðri-Völlum / Ingunn Reynisdóttir 8,17 


Tölt 1. flokkur


1    Ísólfur Líndal Þórisson / Freyðir frá Leysingjastöðum II 7,50 

2    Fanney Dögg Indriðadóttir / Grettir frá Grafarkoti 7,33  

3   Herdís Einarsdóttir / Brúney frá Grafarkoti 6,33  

4     Vigdís Gunnarsdóttir / Sögn frá Lækjamóti 6,33 

5    Þórhallur Magnús Sverrisson / Rest frá Efri-Þverá 5,94 


100 m skeið



1  James Bóas Faulkner og Flugar frá Barkarstöðum tími  8,90

2  Jóhann Magnússon og Hvirfill frá Bessastöðum tími 8,90

3  Jóhann Magnússon og Hera frá Bessastöðum tími 9,62

4  Magnús Ásgeir Elíasson og Daði frá Stóru-Ásgeirsá tími 10,15

09.06.2012 21:33

Fleiri hross komin inn á landsmót

Í dag fór fram gæðingamót og úrtaka fyrir landsmót hjá hestamannafélaginu Þyt á Hvammstanga. Vel gekk hjá Lækjamótsfólkinu og unnu alls 4 hross sér þátttökurétt á Landsmóti. Hjá Ísólfi bættust við 3 inn á landsmót.  Í B-flokki urðu Kristófer og Kvaran í 1. og 2. sæti, Kristófer með 8,42 og Kvaran með 8,41.


Ísólfur og Kristófer á Landsmóti á Vindheimamelum 2011


Ísólfur og Kvaran í dag 

 Í A-flokki varð Ísólfur í 3.sæti með Álfrúnu í Víðidalstungu með 8,28 og þar með inná landsmóti.

Ísólfur og Álfrún frá Víðidalstungu II í dag.


Í unglingaflokki stóð Birna sig einnig frábærlega, stendur efst eftir forkeppni með 8,17. Og þar með einn í viðbót á Landsmót emoticon


Birna og Jafet í sveiflu


Á gæðingamótinu fór einnig fram töltkeppni. Gekk mjög vel þar, Ísólfur sigraði á Freyði frá Leysingjastöðum II með 7,50 og Vigdís varð í 3-4 sæti 6,33.
Kvaran frá Lækjamóti keppti líka í tölti og hlaut 6,67 í forkeppni.

Ísólfur og Freyðir (tekið á íþróttamóti Skugga í vor)


Vigdís og Sögn frá Lækjamóti








02.06.2012 22:55

Tvær hryssur inn á Landsmót í dag

Þessa dagana standa yfir kynbótasýningar og úrtökur fyrir landsmót og spennan eykst stöðugt. Í blíðaskaparveðri fór í dag fram yfirlitssýning kynbótahrossa á Vindheimamelum í Skagafirði. 



Stund milli stríða 

kynbótasýningar geta dregist á langinn og þá er eins gott að hafa nóg fyrir stafni  emoticon


Ísólfur sýndi þar fjórar hryssur sem allar hlut 1.verðlaun fyrir hæfileika og tvær þeirra unnu sér rétt á Landsmót. Önnur þeirra var gæðingurinn Návist frá Lækjamóti, ræktandi og eigandi Þórir Ísólfsson. Návist hlaut í aðaleinkunn 8,20, fyrir hæfileika 8,25 og byggingu 8,11. 


Sköpulag
Höfuð8
Háls/herðar/bógar8
Bak og lend8
Samræmi7.5
Fótagerð9
Réttleiki8
Hófar8.5
Prúðleiki7.5
Sköpulag8.11
Kostir
Tölt8.5
Brokk8
Skeið8
Stökk8
Vilji og geðslag8.5
Fegurð í reið8.5
Fet7.5
Hæfileikar8.25
Hægt tölt8
Hægt stökk8
Aðaleinkunn8.2



Hin hryssan er hin 5 vetra Stássa frá Naustum sem hlaut  8,09 í aðaleinkunn þar af 8,03 f. hæfileika og 8,18 f. byggingu.


Sköpulag
Höfuð8.5
Háls/herðar/bógar8.5
Bak og lend8
Samræmi8.5
Fótagerð9
Réttleiki6
Hófar8
Prúðleiki6
Sköpulag8.18
Kostir
Tölt9
Brokk8
Skeið5.5
Stökk8.5
Vilji og geðslag8.5
Fegurð í reið8.5
Fet8
Hæfileikar8.03
Hægt tölt8
Hægt stökk8
Aðaleinkunn8.09




Hinar hryssurnar sem sýndar voru fengu einnig góðan dóm. Hin glæsilega Orradóttir Framtíð frá Leysingjastöðum II hlaut í aðaleinkunn 8,22 þar af 8,11 fyrir hæfileika og 8,39 fyrir byggingu. 
Og 5 vetra gamla Bjarmadóttirin Hlökk frá Kolgerði hlaut 7,99 í aðaleinkunn, 8,01 fyrir hæfileika og 7,96 fyrir byggingu. 


Framtíð frá Leysingjastöðum II hlaut m.a 9,0 fyrir tölt


Hlökk frá Kolgerði er mikið rúm og viljug 



Á meðan þessu stóð tók James þátt í úrtöku fyrir landsmót hjá Herði í Mosfellsbæ. James fór í A-flokk með Flugar frá Barkarstöðum og urðu þeir í 3.sæti eftir forkeppni og því komnir með miða inn á landsmót fyrir Hörð. Glæsilegt hjá þeim félögum.




01.06.2012 12:44

Nýtt líf fæðist!

Það er bjartur og fagur dagur í dag og vorum við svo heppin að sjá hryssuna Dagrósu frá Stangarholti kasta glæsilegu hestfolaldi undan Hróðri frá Refsstöðum.  Það er einstök upplifun að fylgjast með nýju lífi koma í heiminn og ekki verra að ná myndum af því til minningar. 


Svona var staðan þegar við hlupum upp í hólf til að fylgjast með - haus og einn fótur kominn


þetta tók á og hún þurfti að standa upp og leggjast nokkrum sinnum


úff hvað þetta var erfitt - mest langaði manni að hjálpa henni...


En svo allt í einu kom hann á fleygiferð í heiminn


Dagrós lítur upp og sér að folaldið er komið



þrátt fyrir að vera þreytt stóð Dagrós fljótt upp til að athuga með folaldið sitt

Flottur með hjarta á enninu emoticon



svo gerði sogþörfin vart við sig 


og þá var ekki annað hægt en að aðstoða aðeins...


og hann fór strax að leita að spenanum sem gekk vel


27.05.2012 23:50


Keppt var í fyrsta sinn úti á Freyði í tölti og fékk hann 7,17 í einkunn eftir forkeppni sem er frábær árangur!

Eins dags íþróttamót var haldið sl. laugardag hjá Þyt. Mótið byrjaði snemma morguns og náðist að klára úrslit fyrir Eurovision sem byrjaði kl. 19. Voru flestir kátir með það ;)

Lækjamótsfólkið keppti í mörgum greinum en Ísólfur, Vigdís, James og Birna tóku öll þátt. Er óhætt að segja að þeim hafi gengið mjög vel, 6 gull, eitt silfur og tvö brons komu í hús eftir daginn.

Ísólfur og Freyðir sigruðu töltið eftir æsispennandi keppni við Fanneyju og Gretti sem eru ávallt glæsilegt par.

úrslit mótsins urðu m.a  eftirfarandi (tekið af http://thytur.123.is/)

Tölt 1. flokkur

1.   Ísólfur Líndal Þórisson / Freyðir frá Leysingjastöðum II 7,72  (eftir sætaröðun)

2.   Fanney Dögg Indriðadóttir / Grettir frá Grafarkoti 7,72  (eftir sætaröðun)

3    James Bóas Faulkner / Vígtýr frá Lækjamóti 6,67 

4    Herdís Einarsdóttir / Brúney frá Grafarkoti 6,33 

5    Jóhann Magnússon / Skyggnir frá Bessastöðum 6,22 

 


Tölt unglingaflokkur

1    Helga Rún Jóhannsdóttir / Oddviti frá Bessastöðum 5,94 

2    Kristófer Smári Gunnarsson / Krapi frá Efri-Þverá 5,50 

3    Birna Agnarsdóttir / Kynning frá Dalbæ 5,33 

4    Eydís Anna Kristófersdóttir / Spyrna frá Syðri-Reykjum 5,00 

5    Lilja Karen Kjartansdóttir / Tangó frá Síðu 4,56 


Tölt T2

1  James Bóas Faulkner / Tígur frá Hólum 5,71 (eftir sætaröðun)

2  Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Rán frá Skefilsstöðum 5,71  (eftir sætaröðun)

3    Kolbrún Stella Indriðadóttir / Kátur frá Grafarkoti 5,46 

4    Jónína Lilja Pálmadóttir / Konráð frá Syðri-Völlum 5,33 


Fimmgangur

1    Þórarinn Eymundsson / Þeyr frá Prestsbæ 7,45 

2    Ísólfur Líndal Þórisson / Álfrún frá Víðidalstungu II 6,55 

3    Jóhann Magnússon / Frabín frá Fornusöndum 6,48 

4    James Bóas Faulkner / Flugar frá Barkarstöðum 6,33 

5    Herdís Einarsdóttir / Kasper frá Grafarkoti 5,12  


Fjórgangur 1. flokkur

1    Ísólfur Líndal Þórisson / Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 6,80 

2    Fanney Dögg Indriðadóttir / Grettir frá Grafarkoti 6,67 

3    Pálmi Geir Ríkharðsson / Fold frá Brekku 6,27 

4    James Bóas Faulkner / Sómi frá Ragnheiðarstöðum 6,17 

5    Herdís Einarsdóttir / Brúney frá Grafarkoti 5,97 

6    Þóranna Másdóttir / Rosti frá Dalbæ 5,83 


Fjórgangur 2. flokkur

1    Vigdís Gunnarsdóttir / Sögn frá Lækjamóti 6,20 

2    Anna Lena Aldenhoff / Dís frá Gauksmýri 5,40 

3    Irena Kamp / Glóð frá Þórukoti 4,87 

4    Helena Halldórsdóttir / Garpur frá Efri-Þverá 4,83 

5    Hrannar Haraldsson / Flugar frá Staðartungu 4,30 


Fjórgangur unglingaflokkur

1    Birna Agnarsdóttir / Jafet frá Lækjamóti 5,97 
2    Helga Rún Jóhannsdóttir / Prins frá Hesti 5,83 
3    Eydís Anna Kristófersdóttir / Spyrna frá Syðri-Reykjum 5,23 
4    Fríða Björg Jónsdóttir / Ballaða frá Grafarkoti 4,93 
5    Lilja Karen Kjartansdóttir / Glóðar frá Hólabaki 4,77 
6    Kristófer Smári Gunnarsson / Krapi frá Efri-Þverá 4,63  



Gæðingaskeið

1    James Bóas Faulkner,  Flugar frá Barkarstöðum 7,21

Umferð 1 6,50 7,00 7,00 8,30 6,50

Umferð 2 4,50 6,00 7,00 8,60 6,50

2    Pálmi Geir Ríkharðsson,  Hildur frá Sigmundarstöðum 5,17

Umferð 1 0,00 5,50 5,50 9,81 6,00

Umferð 2 5,50 6,00 5,00 9,80 6,50   

12.05.2012 22:43

Utanhússtímabilið byrjar vel


Úrslit í 5-gangi (ljósmynd: Marta Gunnarsdóttir)

Í dag var brugðið undir sig betri fætinum og tekið þátt í íþróttamóti Skugga í Borgarnesi. Pakkað var niður regnfötum og aukfötum þar sem spáin var ekki glæsileg en svo fór að veðrið var í miklu spariskapi og ekki þurfti að notast við aukabúnaðinn. 
Farið var með 6 hesta, Ísólfur með Freyðir frá Leysingjastöðum II og Álfrúnu frá Víðidalstungu II. Vigdís með Lækjamótshryssurnar Sögn og Návist og James með stóhestana sína Vígtý frá Lækjamóti og Flugar frá Barkarstöðum.
Mjög vel gekk á þessu fyrsta útimóti ársins, Ísólfur sigraði tvöfalt þ.e á Freyði í fjórgangi ,með 7,20 eftir forkeppni og 7,83 í úrslitum, og á Álfrúnu í fimmgangi með 6,17 í forkeppni og 6,93 í úrslitum. Glæsilegur árangur en þetta var einungis annað útimót Freyðis og fyrsta skipti sem Álfrún kemur á hringvöll. 
Frúnni á Lækjamóti II (undirritaðri) gekk einnig ljómandi vel, keppti í fyrsta skipti í 1.flokki og endaði í 4. sæti í fjórgangi á Sögn og í fimmgangi í 2. sæti. 


Lækjamótshjónunum fannst ekki leiðinlegt að keppa saman í úrslitum í fyrsta en vonandi ekki síðasta sinn :)
(Ljósm:Marta Gunnarsd.)


Í tölti stóðu þeir félagar James og Vígtýr sig einnig mjög vel, urðu í 2.sæti með 6,72.

fjórgangur 1.flokkur
1. Ísólfur Líndal og Freyðir frá Leysingjastöðum II  7,83
2. Linda Rún Pétursdóttir og Máni frá Galtanesi  7,07
3. Iðunn Svansdóttir og Kolfreyja frá Snartartungu  6,60
4. Vigdís Gunnarsdóttir og Sögn frá Lækjamóti  6,53
5. Ámundi Sigurðsson og Elva frá Miklagarði  6,27

fimmgangur 1. flokkur
1. Ísólfur Líndal og Álfrún frá Víðidalstungu II  6,93
2. Vigdís Gunnarsdóttir og Návist frá Lækjamóti  6,38
3. Sigvaldi Lárus Guðmundsson og Leiftur frá Búðardal  6,33
4. Ámundi Sigurðsson og Tilvera frá Syðstu-Fossum 5,69
5. Freyja Þorvaldardóttir og Kólga frá Úlfsstöðum  0,00

tölt 1.flokkur
1. Linda Rún Pétursdóttir og Máni frá Galtanesi  7,00
2. James B. Faulkner og Vígtýr frá Lækjamóti  6,72
3. Halldór Sigurkarlsson og Nasa frá Söðulsholti  6,50
4. Ámundi Sigurðsson og Elva frá Miklagarði  6,39
5. Snorri Elmarsson og Gáta frá Tröðum  5,67



Ísólfur og Freyðir sigruðu fjórganginn glæsilega  (ljósm. Marta Gunnarsdóttir)


hægt stökk


Freyðir og Ísólfur á brokki


Vigdís og Sögn frá Lækjamóti voru ánægðar með árangur dagsins


og svo var það brokk


Sigurvegarinn í fimmgangi, Álfrún frá Víðidalstungu II á skeiði (ljósm:Marta Gunnarsd.)


Ísólfur og Álfrún á tölti


Vigdís og Návist frá Lækjamóti sem urðu í 2.sæti í fimmgangi, hér á tölti. (ljósm: Marta Gunnarsd.)


og skeiðið gekk líka vel  (ljósm: Marta Gunnarsdóttir)


James og Vígtýr voru flottir og urðu í 2. sæti í tölti. 
 










07.05.2012 14:52

Sumarið að "detta" inn

Runninn er upp sumardagurinn fyrsti og hefur sólin glatt okkur nokkuð oft síðustu vikur. Tilhlökkun yfir sumrinu magnast með hverri vikunni. Beðið er  með óþreyju eftir folöldunum, en eitt af því skemmtilegra við hrossarækt er að fylgjast með ungviðinu vaxa og dafna. 
Nú um helgina voru folöldin frá 2011 frostmerkt en auk örmerkja er sett merki Lækjamóts á bakið. 

Í ár var notast við nýja aðstöðu en Þórir smíðaði einskonar bás í gamla grindarhúsinu til að hægt væri að frostmerkja án mikilla erfiðleika. Allt gekk eins og í sögu þannig að ljóst að þessi góða aðstaða er komin til að vera. 



Hægt er að reka þrjú veturgömul tryppi inn í básinn og loka þannig að þau nái ekki að hlaupa um.


Steinbjörn setur frostmerkið á bakið og Þórir og Guðmar fylgjast spenntir með.



Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 371
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 220047
Samtals gestir: 35553
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 01:46:02
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]