25.08.2012 09:35

Sonja aftur á Hóla


Sonja fór nýverið í inntökupróf fyrir reiðkennaradeildina á Hólum, sem gekk með svo miklum ágætum að hún komst inn. Í vetur er í síðasta skiptið sem verður boðið uppá reiðkennaradeild með gamla sniðinu svo Sonja ákvað að slá til þrátt fyrir að hún stundi nám við dýralækningar. Hún er þó hvergi nærri hætt því, heldur tekur þetta hliðarspor sér til gagns og gamans og heldur svo dýralæknanáminu áfram. Það er því spennandi íslenskur vetur sem bíður litlu fjölskyldunnar, Friðrik mun stunda tamningar og þjálfun hrossa og Jakob mun sækja Skagfirskan leikskóla. En fyrst tekur við danskt haust með námi, kynbótastörfum, reiðkennslu og fyrstu stundum Jakobs inná leikskóla.

Kvaran og Sonja á íþróttamóti Þyts
Sem klárhest á Hóla mun Sonja fara með Kvaran frá Lækjamóti. Hann er 7 vetra geldingur í hennar eigu, undan Sveini-Hervari frá Þúfu og Kolfinnsdótturinni Rauðhettu frá Lækjamóti. Kvaran hefur verið að gera það gott í keppni, með góðar gangtegundir og útgeislun. 

Návist og Sonja í þokunni á Hólum
Sem alhliðahest fer Sonja með Návist frá Lækjamóti. Hún er 6 vetra hryssa í eigu Þóris, undan Sævari frá Stangarholti og Andvaradótturinni Gildru frá Lækjamóti. Návist er með 8.21 í aðaleinkunn í kynbótadómi, þar sem hennar aðall er mjög gott og hreint tölt og skeið.

Að lokum er hér mynd af draumaprinsinum þeirra Sonju og Friðriks, sem gaf mömmu sinni knús að loknu inntökuprófi.


Reynum að láta drauma okkar rætast! 
Flettingar í dag: 1752
Gestir í dag: 141
Flettingar í gær: 775
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 227651
Samtals gestir: 36974
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 22:29:44
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]