22.08.2012 23:18

Opna íþróttamót Þyts


Opna íþróttamót Þyts var haldið um síðustu helgi. Mótið var nokkuð sterkt og mjög vel var að því staðið. Sonja, Friðrik og James tóku þátt á mótinu með góðum árangri. Sonja keppti á Kvarani sínum frá Lækjamóti í tölti og fjórgangi 1.flokks. Hún varð stigahæsti knapi í fjórgangsgreinum ásamt því að vera efsti Þytsfélagi í bæði tölti og fjórgangi. Sonja keppti einnig á Návist frá Lækjamóti í fimmgangi og gæðingaskeiði og kom heim reynslunni ríkari eftir þeirra fyrstu keppni.
  
Sonja og Kvaran frá Lækjamóti                                                 Sonja og Návist frá Lækjamóti

Friðrik keppti á Björk frá Lækjamóti í slaktaumatölti og varð í öðru sæti. Góður árangur hjá þeim eftir litla þjálfun í greininni og verður spennandi að sjá hvernig samband þeirra þróast.

Friðrik og Björk frá Lækjamóti

James átti einnig gott mót. Hann var í töltúrslitum með Vigtý frá Lækjamóti og endaði í 4.sæti og hækkaði sig þar úr 5.-6. sæti inn í úrslitin. Hann var með Sóma frá Ragnheiðarstöðum í fjórgangsúrslitum og varð þar einnig í 4.sæti eftir að hafa komið fimmti inn í þau úrslit. Með hann Flugar sinn frá Barkarstöðum varð hann í 3.sæti í fimmgangi og hækkaði sig einnig í þeim úrslitum um sæti og gerði sér svo lítið fyrir og sigraði gæðingaskeiðið!
  
James og Vigtýr frá Lækjamóti,                                     James og Flugar frá Barkarstöðum, sigurvegarar í gæðingaskeiði

Aðalmaðurinn á þessu hestamóti var samt án efa hann Jakob Friðriks og Sonjuson. Hann hreif með sér fólkið í brekkunni, sá um tæknimálin, dansaði og skríkti emoticon
  
Fær sér snarl                                                                           Heillar stelpurnar
  
Dansar                                                                                          Brosmildi prins


Meðfylgjandi eru öll úrslit mótsins:
Fimmgangssigurvegari: 
Mette Mannseth 

Fjórgangssigurvegari í 1. flokki 
Sonja Líndal Þórisdóttir 

Fjórgangssigurvegari í 2. flokki 
Kolbrún Stella Indriðadóttir 

Fjórgangssigurvegari í unglingaflokki 
Finnbogi Bjarnason 

Fjórgangssigurvegari í barnaflokki 
Sara Lind Sigurðardóttir 

Stigahæsti knapi 
Mette Mannseth 

Fimmgangur 1. flokkur 
1 Bjarni Jónasson / Djásn frá Hnjúki 6,86 
2 Mette Mannseth / Háttur frá Þúfum 6,83 
3 James Bóas Faulkner / Flugar frá Barkarstöðum 6,43 
4 Tryggvi Björnsson / Kafteinn frá Kommu 5,98 
5 Gunnar Reynisson / Kveikur frá Sigmundarstöðum 3,07 hætti keppni

Tölt 1. flokkur 

1 Mette Mannseth / Hnokki frá Þúfum 7,56 
2 Bjarni Jónasson / Eik frá Narfastöðum 7,28 
3 Sonja Líndal Þórisdóttir / Kvaran frá Lækjamóti 6,89 
4 James Bóas Faulkner / Vígtýr frá Lækjamóti 6,56 
5 Ægir Sigurgeirsson / Gítar frá Stekkjardal 6,50 
6 Jóhann Magnússon / Oddviti frá Bessastöðum 6,39 

Tölt 2. flokkur 

1 Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum 6,89 
2 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti 6,83 
3 Laufey Rún Sveinsdóttir / Ótti frá Ólafsfirði 6,22 
4 Ragnar Smári Helgason / Kóði frá Grafarkoti 6,06 
5 Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir / Spyrna frá Syðri-Reykjum 5,67 

Tölt unglingaflokkur 
1 Finnbogi Bjarnason / Svala frá Garði 7,00 
2 Helga Rún Jóhannsdóttir / Logadís frá Múla 6,44 
3 Aron Orri Tryggvason / Stúdent frá Gauksmýri 6,39 
4 Lilja Karen Kjartansdóttir / Tangó frá Síðu 6,17 
5 Kristófer Smári Gunnarsson / Krapi frá Efri-Þverá 5,44 

Tölt barna 
1 Viktor Jóhannes Kristófersson / Flosi frá Litlu-Brekku 5,94 
2 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 5,78 
3 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Fjöður frá Grund 5,56 
4 Sara Lind Sigurðardóttir / Hvönn frá Syðri-Völlum 5,33 
5 Edda Felicia Agnarsdóttir / Faktor frá Dalbæ 4,56 

Tölt T2 
1 Mette Mannseth / Háttur frá Þúfum 7,13 
2 Friðrik Már Sigurðsson / Björk frá Lækjamóti 6,21 
3 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Funi frá Fremri-Fitjum 5,46 
4 Sverrir Sigurðsson / Kasper frá Höfðabakka 5,00 

Fjórgangur 1. flokkur 
1 Helga Thoroddsen / Fylkir frá Þingeyrum 6,73 
2-3 Sonja Líndal Þórisdóttir / Kvaran frá Lækjamóti 6,53 
2-3 Bjarni Jónasson / Spölur frá Njarðvík 6,53 
4 James Bóas Faulkner / Sómi frá Ragnheiðarstöðum 6,13 
5 Herdís Einarsdóttir / Brúney frá Grafarkoti 6,07 

Fjórgangur 2. flokkur 
1 Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum 6,87 
2 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti 6,40 
3 Ægir Sigurgeirsson / Hrókur frá Grænuhlíð 6,17 
4 Þorgeir Jóhannesson / Bassi frá Áslandi 5,67 
5 Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir / Spyrna frá Syðri-Reykjum 5,17 

Fjórgangur unglingaflokkur 

1 Finnbogi Bjarnason / Svala frá Garði 6,53 
2 Helga Rún Jóhannsdóttir / Prins frá Hesti 6,03 
3 Eva Dögg Pálsdóttir / Brokey frá Grafarkoti 5,80 
4 Hanna Ægisdóttir / Penni frá Stekkjardal 5,57 
5 Friðrún Fanný Guðmundsdóttir / Demantur frá Blönduósi 5,50 

Fjórgangur barna 
1 Sara Lind Sigurðardóttir / Hvönn frá Syðri-Völlum 5,83 
2 Viktor Jóhannes Kristófersson / Flosi frá Litlu-Brekku 5,53 
3 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 5,50 
4 Edda Felicia Agnarsdóttir / Faktor frá Dalbæ 5,23 
5 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Fjöður frá Grund 5,20 

Gæðingaskeið 

1 James Bóas Faulkner, Flugar frá Barkarstöðum 6,46
Umferð 1 4,50 6,50 7,00 9,70 7,00 6,08 
Umferð 2 6,00 6,50 7,00 9,20 7,50 6,83 
2 Mette Mannseth, Hnokki frá Þúfum 6,38
Umferð 1 7,00 7,00 7,00 9,50 7,00 6,75 
Umferð 2 6,50 6,50 7,00 10,20 7,00 6,00 
3 Kristófer Smári Gunnarsson, Kofri frá Efri-Þverá 6,00
Umferð 1 6,00 6,50 6,50 9,90 5,00 5,75 
Umferð 2 6,50 7,00 7,00 9,90 6,50 6,25 
4 Sonja Líndal Þórisdóttir, Návist frá Lækjamóti 4,38
Umferð 1 5,50 5,50 5,50 11,70 7,00 4,17 
Umferð 2 5,50 5,50 5,50 10,90 5,50 4,58 
5 Jóhann Magnússon, Skyggnir frá Bessastöðum 3,08
Umferð 1 5,50 6,00 6,00 9,60 7,50 6,17 
Umferð 2 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 

Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 1775
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 227707
Samtals gestir: 37000
Tölur uppfærðar: 15.5.2024 01:44:33
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]