24.07.2012 15:28

Kristófer og Freyðir komu sterkir inn á sínu fyrsta Íslandsmóti

Það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir það að ríða í úrslitum á Íslandsmóti, hvað þá í tveimur úrslitum. Það varð hinsvegar raunin um síðustu helgi þegar Ísólfur náði þeim frábæra árangri að komast í A-úrslit í fjórgangi á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og B-úrslit í tölti á Freyði frá Leysingjastöðum II.  Freyðir var auk þess næsti hestur inn í B-úrslit í fjórgangi og því má segja að Ísólfur hafi riðið sjálfan sig út úr úrslitum með frábærum árangri á Kristófer.
Erum við afar ánægð með árangur þessara ungu hesta en þeir hafa lært og þroskast mikið á þessu ári og gaman að þeir skulu báðir ná að blanda sér í baráttu við bestu hesta landsins.


Kristófer og Ísólfur urðu í 5.sæti í fjórgangi á Íslandsmótinu 2012


Kristófer á kröftugu brokki

A-úrslitin í fjórgangi urðu þessi:

1. Guðmundur F. Björgvinsson Hrímnir frá Ósi 7,83

2. Hekla Katharína Kristinsdóttir Vígar frá Skarði 7,63

3. Eyjólfur Þorsteinsson Hlekkur frá Þingnesi 7,57

4. Hinrik Bragason Njáll frá Friðheimum 7,47

5. Ísólfur Líndal Þórisson Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 7,28

6. Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalæk 7,17



Ísólfur og Freyðir urðu í 8.-9. sæti í Tölti á Íslandsmótinu 2012

Niðurstaða B-úrslitanna varð þessi:
6. Árni Björn Pálsson /Stormur frá Herríðarhóli 8,61
7. Eyjólfur Þorsteinsson /Háfeti frá Úlfsstöðum 7,89
8. Þórarinn Eymundsson /Taktur frá Varmalæk 7,67
9. Ísólfur Líndal Þórisson /Freyðir frá Leysingjastöðum II 7,67
10. Bjarni Jónasson /Randalín frá Efri-Rauðalæk 7,33

Eftir á komið var heim af Íslandsmótinu fékk Freyðir að fara aftur í hólfið hér á Lækjamóti og hitta hryssurnar sínar en þær tóku afar vel á móti honum  emoticon
Flettingar í dag: 183
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 775
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 226082
Samtals gestir: 36897
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 13:27:15
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]