09.06.2012 21:33

Fleiri hross komin inn á landsmót

Í dag fór fram gæðingamót og úrtaka fyrir landsmót hjá hestamannafélaginu Þyt á Hvammstanga. Vel gekk hjá Lækjamótsfólkinu og unnu alls 4 hross sér þátttökurétt á Landsmóti. Hjá Ísólfi bættust við 3 inn á landsmót.  Í B-flokki urðu Kristófer og Kvaran í 1. og 2. sæti, Kristófer með 8,42 og Kvaran með 8,41.


Ísólfur og Kristófer á Landsmóti á Vindheimamelum 2011


Ísólfur og Kvaran í dag 

 Í A-flokki varð Ísólfur í 3.sæti með Álfrúnu í Víðidalstungu með 8,28 og þar með inná landsmóti.

Ísólfur og Álfrún frá Víðidalstungu II í dag.


Í unglingaflokki stóð Birna sig einnig frábærlega, stendur efst eftir forkeppni með 8,17. Og þar með einn í viðbót á Landsmót emoticon


Birna og Jafet í sveiflu


Á gæðingamótinu fór einnig fram töltkeppni. Gekk mjög vel þar, Ísólfur sigraði á Freyði frá Leysingjastöðum II með 7,50 og Vigdís varð í 3-4 sæti 6,33.
Kvaran frá Lækjamóti keppti líka í tölti og hlaut 6,67 í forkeppni.

Ísólfur og Freyðir (tekið á íþróttamóti Skugga í vor)


Vigdís og Sögn frá Lækjamóti








Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 775
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 225965
Samtals gestir: 36867
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 05:06:39
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]