11.07.2012 08:15

Stóðið á heiði


Stóðinu finnst fátt skemmtilegra en að fá að fara upp á heiði þar sem það getur hlaupið um í sannkallaðri íslenskri víðáttu. 
Í gær fórum við með 65 hross á Víðidalstunguheiði en seinna í sumar verður farið með folaldshryssurnar sem enn eru hjá stóðhestum. 
Reksturinn gekk vel, lagt var af stað um hádegi, stoppað í Víðidalstungurétt til að fá sér snarl, skipt um reiðhesta og hugað að stóðinu áður en lengra var haldið. Rétt fyrir klukkan tvö var lagt af stað frá réttinni, næsta stopp var við Hrappsstaði þar sem var skipt aftur um reiðhesta.  Klukkan fjögur var áfangastað náð og hliðið opnað upp á Víðidalstunguheiði. Þá átti eftir að ríða til baka og klukkan sex vorum við komin aftur í hesthús á Lækjamóti, sæl og ánægð með afrakstur dagsins.  


Verið að líta aðeins á ungviðið áður en haldið er áfram


  Guðmar var ekki á hesti en vildi ólmur komast út að smala og var því hleypt út nokkrum sinnum á leiðinni til að hlaupa 


Hliðið komið í ljós - áfangastað náð!
Flettingar í dag: 761
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 463
Gestir í gær: 155
Samtals flettingar: 225885
Samtals gestir: 36828
Tölur uppfærðar: 13.5.2024 23:15:46
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]