01.07.2012 21:35

Frábær árangur á landsmóti í Reykjavík 2012



Glæsilegu Landsmóti í Víðidal 2012 er lokið eftir frábæra sjö daga. Öll aðstaða var til fyrirmyndar fyrir hesta og menn og hver dagur bauð upp á veislu þar sem margir gæðingar sáust. 
Hjá Lækjamótsfjölskyldunni bar hæst glæsilegur árangur þeirra Ísólfs og Freyðis en þeir komust í A-úrslit í B-flokki gæðinga og enduðu í 6.sæti með 8,70 í einkunn. Stórglæsilegur árangur hjá þeim félögum!
Úrslitin í B-flokki gæðinga urðu þessi:
1 Glóðafeykir frá Halakoti / Einar Öder Magnússon 9,00
2 Hrímnir frá Ósi / Guðmundur Björgvinsson 8,97
3 Loki frá Selfossi / Sigurður Sigurðarson 8,95
4 Eldjárn frá Tjaldhólum / Halldór Guðjónsson 8,77
5 Sveigur frá Varmadal / Hulda Gústafsdóttir 8,72
6 Freyðir frá Leysingjastöðum II / Ísólfur Líndal Þórisson 8,70
7 Álfur frá Selfossi / Christina Lund 8,67
8 Stefnir frá Þjóðólfshaga 1 / Viðar Ingólfsson 8,48

Ísólfur og Freyðir urðu í 6.sæti í B-flokki gæðinga á landsmóti 2012


Ísólfur og Freyðir á hægu tölti

Brokkið er líka glæsilegt 


Verðlaunaafhending

 Flottir og glaðir eftir verðlaunaafhendingu

Það voru fleiri sem stóðu sig vel á Landsmótinu, Návist frá Lækjamóti var sýnd í kynbótadómi og hækkaði fyrir skeið úr 8,0 í 8,5 sem þýddi hækkun á hæfileikum í 8,27 og í aðaleinkunn í 8,21. 

Návist frá Lækjamóti og Ísólfur

Í barnaflokki tók Ásdís Brynja þátt á stóðhestinum Prímusi frá Brekkukkoti, þau voru undir handleiðslu Ísólfs fyrir og yfir mótið og stóðu sig glæsilega komust í B-úrslit og urðu í 11-12 sæti með 8,43.

Ásdís Brynja einbeitt 


Keppnin var gríðarhörð í öllum flokkum og voru m.a þrír af hestum Ísólfs rétt utan við milliriðla, Vökull frá Sæfelli var með 8,43 en til að komast í milliriðla í A-flokki þurfti 8,44 og í B-flokki voru Kristófer og Kvaran báðir með góðar einkunnir enda miklir gæðingar, Kvaran með 8,43 og Kristófer með 8,47. 

Ísólfur og Kvaran frá Lækjamóti

Það er alltaf gott að koma heim aftur í sveitina og tekur nú við áframhaldandi þjálfun enda stefnan tekin á Íslandsmót á Vindheimamelum nú í júli.




Flettingar í dag: 758
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 463
Gestir í gær: 155
Samtals flettingar: 225882
Samtals gestir: 36825
Tölur uppfærðar: 13.5.2024 22:47:26
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]