09.08.2012 13:46

Ný 1.verðlauna hryssa frá Lækjamóti!


Gáta frá Lækjamóti og Ísólfur 

Í dag lauk yfirlitssýningu á síðsumarsýningu kynbótahrossa á Hvammstanga.  Efsta hross sýningarinnar var hin 5 vetra gamla Gáta frá Lækjamóti undan Toppu frá Lækjamóti og Trúr frá Auðsholtshjáleigu. Gáta hlaut 8,24 fyrir hæfileika, 7,96 fyrir sköpulag og í aðaleinkunn 8,13 sem er frábær árangur en Gáta hefur aldrei verið sýnd áður.  Eigandi Gátu og ræktandi er Elín R. Líndal sem má vera stolt af þessari stórglæsilegu hryssu. 

Sköpulag
Höfuð7.5
Háls/herðar/bógar8
Bak og lend7.5
Samræmi8
Fótagerð8
Réttleiki7.5
Hófar8.5
Prúðleiki8
Sköpulag7.96
Kostir
Tölt8
Brokk8
Skeið8.5
Stökk8
Vilji og geðslag8.5
Fegurð í reið8.5
Fet8
Hæfileikar8.24
Hægt tölt8
Hægt stökk7.5
Aðaleinkunn8.13


Gáta er flugvökur og flott


Toppa móðir Gátu hefur því gefið tvær 1.verðlauna hryssur en hin er Rán frá Lækjamóti sem er með 8,22 í aðaleinkunn þar af 8,30 fyrir hæfileika og er ræktunarhryssa á Lækjamóti.                                             








Toppa frá Lækjamóti með eitt af afkvæmum sínum 


og á meðan Friðrik dæmdi kynbótahross á Miðfossum fylgdust Sonja og Jakob Friðriksson vel með
kynbótahrossum á Hvammstanga 








Flettingar í dag: 123
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 775
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 226022
Samtals gestir: 36883
Tölur uppfærðar: 14.5.2024 08:09:36
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]