11.06.2012 21:56

folöld-folöld-folöld

Það bætist reglulega í folaldahópinn á Lækjamóti og er fátt skemmtilegra en liggja úti hjá þeim og fylgjast með þeim takast á við misjöfn verkefni. Í dag gaf ég mér tíma til að fylgjast með í "meðgönguhólfinu" og notaði tækifærið og smellti af þeim myndum sem sjá má hér fyrir neðan. 


Þessi sæta jarpa hryssa undan Önn f. Lækjamóti og Frakk frá Langholti skemmti sér vel í þúfunum í dag...


...og fór milli hlaupatúra að kljást við mömmu sína


Þessi litla dama er undan Freyði frá Leysingjastöðum II og Eik frá Grund og eins og pabba sínum finnst henni gott að borða emoticon


og hætti ekki fyrr en hún fékk sopa


Sumar voru styggar og þá var "hundurinn" Guðmar sendur af stað til að reka þær í áttina að ljósmyndaranum emoticon


og það gekk, þær komu hlaupandi...


...bókstaflega alla leið til ljósmyndara (Rauðhetta frá Lækjamóti með folaldið sitt undan Jóni frá Kjarri)


Skjótt skvísa undan Gildru frá Lækjamóti og Jóni frá Kjarri og því sammæðra Návist frá Lækjamóti sem hlaut nýverið 8,20 í aðaleinkunn og farseðil inn á landsmót




 
Við erum ansi spennt yfir þessu flotta stóðhestefni undan Adamsdótturinni Ögn frá Leysingjastöðum II og Mætti frá Leirubakka!

Svo bíðum við bara spennt eftir að fleiri folöld komi í heiminn en von er á þónokkrum hóp í viðbót.



Flettingar í dag: 758
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 463
Gestir í gær: 155
Samtals flettingar: 225882
Samtals gestir: 36825
Tölur uppfærðar: 13.5.2024 22:47:26
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]