11.08.2010 07:01

Ýmsar fréttir

Það er alltaf nóg fyrir stafni hjá Lækjamótsfjölskyldunni. Ísólfur er nýkominn heim eftir að hafa verið að dæma Norðurlandamótið í hestaíþróttum og fer svo til Danmerkur um helgina að halda reiðnámskeið. Smíðarnar á nýja íbúðarhúsinu og hesthúsinu ganga vel og reiðhrossin flest að komast í form.

Hin árlega kvennareið er ný afstaðin. Riðið var um Vesturhópið og var víkingaþema í ár. Vigdís, Sonja og Elín skelltu sér með og skemmtu sér konunglega.

Stilltar og prúðar í upphafi reiðar. Sonja á Vár, Elín á Brellu og Vigdís á Sögn.              Nú færist heldur fjör í leikinn emoticon

Á Lækjamóti var heilmikil sónarskoðun á föstudaginn var. 62 hryssur voru ómskoðaðar en þær tilheyrðu 4 hópum. Þetta þýddi mikil hlaup fyrir heimilsfólkið við að smala, ná í hryssur og folöld, sortera og smala meira. En allt gekk nú vel og tókst að fækka hryssunum á jörðinni svo um munaði.


Af okkar hryssum þá eru þær Elding frá Stokkhólma, Valdís frá Blesastöðum og Von frá Stekkjarholti fylfullar við Vilmundi frá Feti.

Vilmundur frá Feti

Rauðhetta frá Lækjamóti og Hrönn frá Leysingjastöðum II eru fylfullar við Blysfara frá Fremra-Hálsi.

Blysfari frá Fremra-Hálsi


Hrönn frá Leysingjastöðum II                                                                            Rauðhetta frá Lækjamóti

Og Kosning frá Ytri-Reykjum er fengin við Krafti frá Efri-Þverá.


Kraftur frá Efri-Þverá

Það er ýmislegt framundan enda hestaheimurinn heldur að lifna við. Næstu helgi heldur hestamannafélagið okkar, Þytur, Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna og leggur heimilisfólkið á Lækjamóti sitt af mörkum við þá vinnu sem í því felst. Í næstu viku er svo síðsumarsýning á Blönduósi þar sem stefnt er á að sýna nokkrar hryssur. Aðra helgi er svo Opið íþróttamót Þyts þannig það er af nægu að taka á næstunni.

Sonja er nú að vinna í spennandi verkefni í tengslum við sitt nám en hún er að taka saman þekkingu og rannsóknir sem hafa verið gerðar á hinni hvimleiðu bakteríu Streptococcus zooepidemicus sem flestir hestamenn eru farnir að kannast við. Hver veit nema eitthvað athyglisvert komi útúr þeirri vinnu.

Látum þetta gott heita af fréttum í bili
Bestu kveðjur frá Lækjamóti

Flettingar í dag: 93
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 1775
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 227767
Samtals gestir: 37030
Tölur uppfærðar: 15.5.2024 05:43:51
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]