09.07.2010 09:45

Fjör

Ræktunarfólk tók heldur betur við sér eftir að eigandi Blysfara, Jón Benjamínsson, ákvað að hafa folatollinn frían fyrir 1.verðlauna hryssur í sumar og það fylltist undir Blysfara á örfáum dögum. Væntanlega verður sónað frá honum í ágústbyrjun og ætti þá að vera hægt að bæta inn á hann eftir það. Nú eru 16 fyrstu verðlauna hryssur hjá honum, auk fjölda annarra góðra hryssna, þannig það horfir vel með árganginn 2011.

Blysfari var kátur þegar honum var sleppt í fríðan hryssuhópinn og koma hér nokkrar myndir frá því.


Blysfari hleypur glaður í hagann með Borgavirkið í baksýn og hryssuhóp framundan



Blysfari hefur nóg fyrir stafni á næstunni og vindir hann sér beint í verkið


Rauðhetta frá Lækjamóti tók því bara rólega með Seiðssoninn sinn.

Nú er í nægu að snúast í eftirliti enda í heildina 76 hryssur hjá þeim Blysfara, Vilmundi, Krafti og Sindra á landareigninni og fjöldi af folöldum sem eru að kanna heiminn. Daglega er að sjálfsögðu eftirlit með hólfunum, gengið um og talið og allt sem því fylgir. En það skemmtilega er líka að hólfin sjást öll út um glugga á bænum og því sést fljótt ef eitthvað óeðlilegt atferli er.

Flettingar í dag: 464
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 1775
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 228138
Samtals gestir: 37107
Tölur uppfærðar: 15.5.2024 16:04:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]