09.06.2010 11:58

Sonja í sýnatöku

Það hefur varla farið framhjá nokkrum að hóstapestin hefur lamað allt sem tengist hestum á Íslandi. Illa gengur að finna út úr því hvað veldur og það gerir marga hestamenn áhyggjufulla. Rannsóknir halda áfram og vonandi finnst út úr þessu. Á meðan er ekkert annað hægt að gera en að bíða og vona það besta.

Sonja, sem er að læra dýralækningar í Kaupmannahöfn,  talaði við kennara sinn í bakteríufræðum og gerði honum grein fyrir ástandinu. Hann sá það fljótt að það væri spennandi að taka sýni og sjá hvað kæmi fram. Það fór því svo að Sonja, sem átti leið til Íslands, tók sýni úr 44 veikum hrossum. Á mismunandi aldri og á mismunandi stöðum í veikinni. Sýnin voru sett í ræktun í dag og verður spennandi að sjá niðurstöðurnar. Sýnin verða svo fryst.

Skólinn vill fylgja með í sem flestu sem gerist og auka við sinn sýnabanka. Það eru til afar fá, ef nokkur, sýni úr íslenska hestinum við skólann og því verður þetta þá amk til þess að bæta bankann hjá skólanum. Ef eitthvað spennandi kemur út úr þessu er alveg eins líklegt að Sonja nýti sér þessa rannsókn sem lokaverkefni við skólann, þegar að því kemur. Ekki væri nú verra ef það fyndist eitthvað nýtt sem gerði okkur kleift að skilja sjúkdóminn betur. En það verður tíminn að leiða í ljós eins og annað.


Sonja undibýr sýnatöku.


Ánægð með horinn emoticon
Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 1775
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 227722
Samtals gestir: 37007
Tölur uppfærðar: 15.5.2024 03:42:49
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]