09.05.2010 15:19

Flensa og framkvæmdir

Síðustu vikur hafa verið erfiðar og ansi ólíkar því sem við eigum að venjast þar sem öll hrossin sem voru á húsi eru veik og því ekki í þjálfun. Þau sem eru búin að vera hóstandi hvað lengst eru búin að vera í rúmar fjórar vikur. Nú síðustu daga höfum við brugðið á það ráð að hafa þau sem allra mest úti undir beru lofti með von um að hreina loftið og sólin nái að hjálpa þeim að ná bata. Farið var um helgina með þrjár hryssur á Lækjamót frá Hólum og sleppt út í grashólf með heyrúllu. Þau virtust kunna því mjög vel og röltu um hólfið, átu hey eða lágu makindaleg í veðurblíðunni.


Geldingar í sérhólfi og svo hryssur í annarri girðingu og nóg af heyji



Hryssuhópurinn hafður sér, þær voru ansi sáttar við þetta fyrirkomulag

Og þar sem að það er byrjun maí þá bíðum við að sjálfsögðu spennt eftir að folöldin líti dagsins ljós en þær fyrstu ættu að fara að kasta á hverri stundu. Vegna pestarinnar þorir maður þó ekkert að fara til þeirra og klappa þeim af ótta við að smita þær en hægt var að laumast með myndavélina og smella af bumbumyndum emoticon 
 
Elding f. Stokkhólma fylfull við Kraft f. Efri -Þverá

Það er samt ekki hægt að segja að Lækjamótsfólkið sitji auðum höndum þrátt fyrir pest en tíminn er vel nýttur í að bæta við fleiri stíum í hesthúsið. Helgin fór í það að koma inn gúmmímottum í stíurnar, en gúmmí þetta er fengið frá Kárahnjúkum þar sem það var notað til að ferja grjót úr göngunum. Það ætti því að þola hestana okkar enda tók á að saga það í sundur og bera inn!


Þórir vígalegur með slípirokkinn tilbúinn að hefjast handa

Þetta var engin léttavara...

alveg búnir á því...

og þá var fundin upp hjólbaran sem létti nú töluvert lífið emoticon



Flettingar í dag: 464
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 1775
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 228138
Samtals gestir: 37107
Tölur uppfærðar: 15.5.2024 16:04:59
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]