06.11.2015 20:17

Ræktunarbú ársins og knapi ársins 2015

Það var mikið fjör á uppskeruhátíð Þyts og hrossaræktarsamtaka Húnaþings vestra sl. laugardag.  Um 170 manns mættu á skemmtunina sem hófst á glæsilegum kvöldmat, svo tóku við verðlaunaafhendingar fyrir knapa ársins, hæst dæmdu hross ársins og ræktunarbú ársins í Húnaþingi vestra.  Að því loknu voru frábær skemmtiatriði þar sem Ísólfur og Sonja voru meðal leikenda og sýndu á sér nýjar hliðir á sviði :) Kvöldinu lauk svo með dansleik fram á nótt.   

Fjögur ræktunarbú voru tilfnefnd sem ræktunarbú ársins í Húnaþingi vestra en öll þessi bú komu til greina sem ræktunarbú ársins á landsvísu og því ljóst að keppnin var hörð enda árangurinn verið mjög góður þetta árið á svæðinu.   Búin sem tilnefnd voru heita Bessastaðir, Gauksmýri, Lækjamót og Syðri-Vellir.  Svo fór að Lækjamót hlaut flest stig og því ræktunarbú ársins 2015! Alls voru 12 hross sýnd í kynbótadóm á árinu og fóru 7 þeirra yfir 8 í aðaleinkunn. 

Ræktendur á Lækjamóti eftir verðlaunaafhendingu

 

Verðlaun voru veitt í hverjum aldursflokki og þær hryssur sem hlutu verðlaun frá Lækjamót voru Vala, Hafdís, Ósvör og Iða. 

 

6 vetra hryssur 
1. Hugsun frá Bessastöðum    8,21
2. Vala frá Lækjamóti                8,21
3. Hellen frá Bessastöðum      8,05
 
Vala frá Lækjamóti ásamt eiganda sínum Karítas Aradóttur að keppa í unglingaflokki. Vala er undan Valdísi frá Blesastöðum og Sindra frá Leysingjastöðum 
 
 
5 vetra hryssur 
1.Snilld frá Syðri - Völlum        8,37
2. Hafdís frá Lækjamóti            8,12
3.Ósvör frá Lækjamóti              8,07

Hafdís frá Lækjamóti undan Valdísi frá Blesastöðum og Ómi frá Kvistum

 

Ósvör frá Lækjamóti undan Rán frá Lækjamóti og Sindra frá Leysingjastöðum

 

4 vetra hryssur
1.Fröken frá Bessastöðum      8,04
2.Iða frá Lækjamóti                   8,00
3.Etna frá Gauksmýri                7,82
 

Iða frá Lækjamóti undan Framtíð frá Leysingjastöðum og Krafti frá Efri-Þverá

 

 

Verðlaun fyrir knapa ársins í hverjum flokki voru einnig veitt á uppskeruhátíðinni og í 1.flokki urðu þeir "bræður" Ísólfur og James í 1. og 2.  sæti, virkilega gaman að því :) 

 

Ísólfur knapi ársins hjá Þyt 2015 :)  James varð í 2.sæti en hann flutti á árinu til Svíþjóðar. 

 

22.08.2015 09:42

Kynbótasýningar og Gæðingamót Þyts

Það leit nú ekkert út fyrir að mörg hross færu í kynbótadóm frá búinu í upphafi sumars.  Kalt var í veðri og hrossin ekkert á því að ganga úr vetrarhárum og virtust ekki trúa því að sumarið væri komið.  Um það leiti sem miðsumarsýningar hófust birti til og þá var ekki aftur snúið.  

 

Tvær hryssur, systurnar undan Valdísi frá Blesastöðum, Vala og Hafdís frá Lækjamóti voru sýndar í kynbótadóm miðsumars.  Vala sem er 6 vetra undan Sindra frá Leysingjastöðum hlaut 8,22 fyrir sköpulag, 8,20 fyrir hæfileika þar sem bar hæst 9,5 fyrir stökk, 9,0 fyrir tölt, fegurði í reið og hægt stökk.  Í aðaleinkunn hlaut hún 8,21. 

 

Vala frá Lækjamóti og Karítas Aradóttir að keppa í unglingaflokki en Vala er í eigu Karítasar.

 

Hafdís frá Lækjamóti er 5 vetra. Hún er undan Ómi frá Kvistum hlaut fyrir sköpulag 8,35 þar sem bar hæst 9,0 fyrir samræmi og hófa. Í hæfileika hlaut hún 7,96 og í aðaleinkunn 8,12

 

 

Áður en farið var á síðsumarsýningu var tekið þátt í gæðingamóti Þyts á Hvammstanga. Karítas keppti þar í unglingaflokki á Völu sinni og varð í öðru sæti á eftir Evu Dögg og Stuðli frá Grafarkoti. 

verðlaunaafhending í unglingaflokki

 

Pollaflokkur var á sínum stað og tók Guðmar þar þátt á Valdísi frá Blesastöðum en þetta er síðasta ár Guðmars í pollaflokki og er mikil spenna fyrir því að fá að keppa í barnaflokki á næsta ári.

þátttökuverðlaun veitt í pollaflokki

 

Í barnaflokki keppti Eysteinn á Kjarval frá Hjaltastaðahvammi, þeir áttu flotta sýningu og hlutu 8,38 í úrslitunum

Eysteinn og Kjarval voru flottir saman í barnaflokki

 

Í B-flokki keppti Karítas á Björk frá Lækjamóti og Ísólfur var á Flans frá Víðivöllum-Fremri.  Karítas varð í 7.sæti með 8,25 og Ísólfur og Flans sigruðu með 8,57. 

verðlaunaafhending í B-flokki gæðinga

 

 

Í A-flokki keppti svo Ísólfur á Muninn frá Auðsholtshjáleigu en Muninn er 6 vetra og var þetta hans fyrsta mót á hringvelli.  Þeir félagar sigruðu A-flokkin með 8,44 sem er góður árangur hjá svo ungum og óreyndum hesti. 

Muninn er fljúgandi vakur gæðingur

 

hápunktur dagsins var svo aukasprettur í verðlaunaafhendingu fyrir 100 m. skeið en þar sigraði Vigdís! (ég þjófstartaði ekki!)


 

Reyndar unnu Ísólfur og Viljar 100 metra skeiðið og Vigdís og Stygg urðu í 2.sæti en það er aukaatriði

 

 

Síðsumarsýning hófst á Sauðárkróki 19. ágúst og þar sýndi Ísólfur 6 hryssur.  Í stuttu máli gekk ljómandi vel með þessar hryssur, fjórar hlutu 1.verðlaun í aðaleinkunn og erum við mjög ánægð með þær allar.

 
 
 

Þessi jarptvístjörnótta hryssa er Ósvör frá Lækjamóti sem er 5 vetra gömul. Ósvör er undan Rán frá Lækjamóti og Sindra frá Leysingjastöðum. Hún hlaut 8,18 fyrir hæfileika þar sem ber hæst 9,0 fyrir tölt, vilja&geðslag og hægt tölt. Hún hlaut 7,91 fyrir sköpulag og aðaleinkunn 8,07.

 

 
 

Þessi svarta hryssa er Nútíð frá Leysingjastöðum. Hún er 4. vetra undan Gæsku frá Leysingjastöðum og Sindra frá Leysingjastöðum. Nútíð hlaut fyrir sköpulag 8,41 þar bar hæst 9,0 fyrir hófa.  Fyrir hæfileika hlaut hún 7,79 þar bar hæst 8,5 fyrir stökk, fegurð í reið og hægt tölt. Aðaleinkunn 8,04.  

 

 
 

Önnur svört hryssa, Iða frá Lækjamóti er frænka Nútíðar. Iða er einnig 4.vetra undan Framtíð frá Leysingjastöðum og Krafti frá Efri-Þverá.  Iða hlaut fyrir sköpulag 8,28 og 7,82 fyrir hæfileika þar sem ber hæst 8,5 fyrir tölt og vilja&geðslag.  Í aðaleinkunn hlaut hún 8,0.

 

Bylgja frá Lækjamóti er undan Dagnýju frá Hjaltastaðahvammi og Blæ frá Hesti. Bylgja er 6 vetra og hlaut fyrir sköpulag 8.11, fyrir hæfileika 7,93 í aðaleinkunn 8,0.

 

Vídd frá Lækjamóti.  Vídd er 6 vetra undan Lokku frá Lækjamóti og Sindra frá Leysingjastöðum II. Hún hlaut fyrir sköpulag 7,83. Fyrir hæfileika hlaut hún 7,92 en hún hlaut 8,5 fyrir allar gangtegundir (nema 5 f. skeið) Í aðaleinkunn hlaut hún 7,88.

 

Orrusta frá Lækjamóti er undan Þotu frá Lækjamóti og Sindra frá Leysingjastöðum II. Orrusta er 6 vetra og hlaut fyrir sköpulag 8,01 þar sem bar hæst 9.0 fyrir háls/herða/bóga. Fyrir hæfileika hlaut hún 7,78. Í aðaleinkunn 7,87. 

 

 

Ísólfur með Sindradæturnar 5 sem sýndar voru í kynbótadóm 2015. Meðaleinkunn aðaleinkunnar þeirra var 8,01. Þær eiga það sameiginlegt að vera frábærar í geðslagi, jákvæðar og samstarfsfúsar, töltið er mjög gott og útgeislun mikil. 

 

 

 

 

13.07.2015 21:22

Íslandsmót 2015 - Frábærir hestar og gott veður

"Vá hvað er mikið til af góðum hrossum" er setning sem ómar í höfðinu á manni eftir nýafstaðið Íslandsmót sem haldið var af hestamannafélaginu Spretti í Kópavogi.  Mótin verða sífellt sterkari hvað varðar hæfileika þeirra hrossa sem þar koma fram, reiðmennska er langoftast til fyrirmyndar og margar glæsilegar sýningar sjást.  Það var virkilega gaman að taka þátt í þessu flotta móti þar sem öll umgjörð og framkvæmd Sprettara var til fyrirmyndar. Mikill metnaður var greinilega að þar að baki hjá stjórn og félagsmönnum öllum sem lögðu sig fram um að taka vel á móti öllum gestum.  Þónokkrir áhorfendur voru í brekkunni á sunnudeginum sem er vonandi þróun sem heldur áfram og að okkar mati er mjög jákvætt að halda mótin saman þ.e yngri flokka ásamt fullorðnum. Gaman var að fylgjast með ungum og efnilegum knöpum framtíðarinnar og skemmtileg stemming myndaðist. 

 

Það var alls farið með 9 hross héðan frá Lækjamóti. Ísólfur keppti á 6 þeirra og Karítas Aradóttir sem starfar hjá okkur Ísólfi og Vigdísi á Sindrastöðum fór með 3 hross en Karítast er í unglingaflokki. Árangur þeirra beggja var glæsilegur á mótinu. Karítast keppti í fyrsta sinn í 100 m. skeiði á hestinum Muninn frá Auðsholtshjáleigu sem er einnig byrjandi á þessu sviði og einungis 6 vetra gamall. Þau fóru á  tímanum 8,53 sek og urðu í 2.sæti.

Karítas og Muninn frá Auðsholtshjáleigu urðu í 2.sæti í 100 m.skeiði 
 

 

Karítas keppti einnig í tölti unglinga á Björk frá Lækjamóti, komst í b-úrslit og endaði í 8.sæti með einkunnina 6,44.  Frábær árangur hjá þeim á sínu fyrsta íslandsmóti saman. 

 

Karítas og Björk frá Lækjamóti að lokinni verðlaunaafhendingu í tölti 

 

Það gekk ekki síður vel hjá Ísólfi en hann keppti á Sólbjarti í fimmgangi og hlaut í forkeppni 7,43 sem var þriðja hæsta einkunn inn í úrslit. Því miður meiddist Sólbjartur aðeins og því mætti hann ekki í úrslitin en árangur hans engu að síður frábær. 

Ísólfur og Sólbjartur á miklu skeiði

 

Í fjórgang fór Ísólfur með þá Freyði frá Leysingjastöðum og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi.  Þeir voru báðir að venju glæsilegir, Kristófer hlaut 7,10 og Freyðir 7,27 og þar með sæti í A-úrslitum.  

 

Ísólfur og Freyðir í A-úrslitum í fjórgangi. Þeir enduðu í 6.sæti. 

Ísólfur keppti einnig á þessum köppum í tölti, þar hlaut Freyðir 7,33 og Kristófer 7,63 sem dugði þó ekki í úrslit á þessu sterka móti.

Ísólfur og Kristófer hlutu 7,63 í tölti og rétt utan við B-úrslit

 

Í slaktaumatölt mætti svo Ísólfur með Gulltopp frá Þjóðólfshaga sem var í miklu stuði. Allt gekk upp og einkunn í forkeppni 8,07 sem var önnur hæsta einkunn inn í úrslitin. 

Ísólfur og Gulltoppur voru flottir í úrslitunum, sýndu frábæran slakan taum og enduðu í þriðja sæti með 8,04 í einkunn 

 

Árangurinn á hringvellinum frábær og ef tekin er saman meðaleinkunn Ísólfs úr öllum þessum 6 forkeppnum á þessum fjórum hestum þá er hún 7,47 sem okkur þykir ansi gott. 

 

Þó að við eigum engan heiður af því þá er ekki annað hægt í þessari samantekt en að minnast á hina flottu hestakonu frá Þyt, Evu Dögg Pálsdóttur, sem keppti á Brúney frá Grafarkoti í fjórgangi og slaktaumatölti en þær stöllur urðu í 7.sæti í fjórgangi og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu slaktaumatölt unglinga!  Stórglæsilegur Íslandsmeistari þar á ferð!

 
Íslandsmeistararnir Eva Dögg og Brúney voru glæsilegar saman 

 

12.05.2015 19:39

Fyrsta útimót sumarsins

Það var fallegt veður í Borgarnesi þegar opið íþróttamót var haldið um síðustu helgi.  Ísólfur, Vigdís og Guðmar ákváðu að fylla vagninn af keppnishrossum og fara í útilegu.  Mótið var á laugardegi og sunnudegi, öll forkeppni, skeiðgreinar auk b-úrslita voru á laugardegi og a-úrslit fóru svo fram á sunnudegi.   En það voru fleiri sem komu úr Húnavatnssýslu til að taka þátt.  Ásdís Brynja fékk far með okkur og keppti í unglingaflokki og Haffí í Dæli og Jói Magg kepptu í opnum flokki.  Húnvetningum gekk vel á mótinu og voru í úrslitum í öllum greinum sem tekið var þátt í:

 

Kristófer og Ísólfur sigruðu 4.ganginn glæsilega

 

      Sæti         Keppandi                                                                                Heildareinkunn

  1. 1  Ísólfur Líndal Þórisson / Kristófer frá Hjaltastaðahvammi                 7,20

    2-3  Iðunn Svansdóttir / Fjöður frá Ólafsvík                                                  6,60

  2. 2-3  Vigdís Gunnarsdóttir / Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1                     6,60

  3. 4  Jóhann Magnússon / Mynd frá Bessastöðum                                     6,43

  4. 5  Sigvaldi Lárus Guðmundsson / Bráinn frá Oddsstöðum I                        6,33

  5. 6  Benedikt Þór Kristjánsson / Kolur frá Kirkjuskógi                                     6,17

 

 

Ásdís Brynja og Vigur frá Hofi urðu í 4.sæti í 4.gangi og 2.sæti í tölti unglinga

 

 

Ísólfur og Freyðir voru stórglæsilegir að vanda og sigruðu töltið með yfirburðum

 

      Sæti          Keppandi                                                                     Heildareinkunn

  1. 1  Ísólfur Líndal Þórisson / Freyðir frá Leysingjastöðum II           7,83

  2. 2  Ámundi Sigurðsson / Hrafn frá Smáratúni                                       7,39

  3. 3  Gunnar Halldórsson / Eskill frá Leirulæk                                         7,06

  4. 4  Einar Reynisson / Muni frá Syðri-Völlum                                         7,00

  5. 5  Vigdís Gunnarsdóttir / Sýn frá Grafarkoti                                    6,89

  6. 6  Benedikt Þór Kristjánsson / Rán frá Ytra-Hólmi II                            6,61

 

 

  1.  

Vigdís keppti á Sýn frá Grafarkoti í tölti en þetta var í fyrsta sinn sem keppt er á Sýn úti á hringvelli

 

 

Haffí og Kolgerður voru flottar að vanda og sigruðu 5.ganginn

 

 

      Sæti       Keppandi                                                                                             Heildareinkunn

  1. 1  Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum          6,93             

     

  2. 2  Halldór Sigurkarlsson / Kolbrá frá Söðulsholti                                                   6,93

  3. 3  Jóhann Magnússon / Sjöund frá Bessastöðum                                            6,24

  4. 4  Ísólfur Líndal Þórisson / Segull frá Akureyri                                                 6,12

  5. 5  Randi Holaker / Þytur frá Skáney                                                                       4,88

 

Í 100 metra skeiði áttu bæði Viljar og Stygg frábæra spretti en því miður var notast við skeiðklukkur en ekki rafrænan búnað og því ekki alveg að marka tímana sem voru mældir þetta kvöld en þau urðu í 2. og 3. sæti. 

 

Óvæntu úrslit helgarinnar var sigur Vigdísar á Stygg frá Akureyri í gæðingaskeiði en þær voru báðar að keppa í fyrsta skipti í þessari skemmtilegu grein. 

1  Vigdís Gunnarsdóttir, Stygg frá Akureyri  7,25

2  Þorgeir Ólafsson,  Glóra frá Skógskoti   6,92

3  Guðmundur Margeir Skúlason, Fannar frá Hallskelsstaðahlíð  6,58

4  Jóhann Magnússon, Sjöund frá Bessastöðum 6,33

5  Benedikt Þór Kristjánsson,  Karri frá Kirkjuskógi  5,83 

 

 

 

 

 

  1.  

 

 

 

19.04.2015 09:24

Innimótin að klárast hvert af öðru

Það hefur verið mikið fjör síðustu vikur í liðakeppnum og innimótum vetrarins og eru nú mótin að klárast hvert af öðru. 

 

Meistaradeild VÍS lauk 10.apríl með keppni í slaktaumatölti og skeiði gegnum höllina. Ísólfur keppti þar á Gulltoppi og Viljari. Endaði Ísólfur í áttunda sæti í skeiði á Viljari.  Tveimur vikum áður fór fram keppni í gæðingaskeiði og 150 metra skeiði úti á velli þar sem hann keppti á Sólbjarti og Stygg en þar varð hann í 9 sæti á Stygg frá Akureyri í 150 metrunum.  Samanlagður árangur vetrarins hjá Ísólfi varð því 2.sæti í Meistaradeild VÍS á eftir Árna Birni Pálssyni og hálfu stigi á undan Sigurbirni Bárðarsyni.  Frábær árangur hjá Ísólfi en þetta er í annað sinn sem hann keppir í þessari sterku og skemmtilegu deild. 

Ísólfur, Guðmar og Davíð liðsmenn Heimahaga verðlaunaðir en þeir voru stigahæstir á lokamótinu fyrir skeið í gegnum höllina.

 

Það voru fleiri innimót sem tekið var þátt í. 

Í páskafríinu var brunað norður í Skagafjörð til að keppa í kvennatölti.  Ísólfur var að þessu sinni einkabílstjóri en hópur kvenna frá hestamannafélaginu Þyt tók þátt í öllu flokkum.  Mikið fjör var á þessu móti sem fyrr og góður árangur. 

Það er aldrei leiðinlegt hjá Þytsfélögum

 

Keppt var í 21 árs og yngri og komst Karítas í úrslit á Björk frá Lækjamóti og endaði í 2.sæti með 6,72.

Karítas og Björk frá Lækjamóti

 

Í opnum flokki kepptu Sonja Líndal á Sýn frá Grafarkoti og Vigdís á Flans frá Víðivöllum-fremri

Þær voru báðar í úrslitum, Sonja og Sýn urðu í þriðja sæti með 6,89 og Vigdís og Flans sigruðu með 7,37.

Vigdís og Flans frá Víðivöllum-fremri 

 

Sonja og Sýn frá Grafarkoti

 

Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar lauk föstudaginn 17.apríl.  Keppt var í 100 m skeiði og tölti.  Frábært veður var þetta kvöld, sól, hiti og hægur vindur sem gerði það að verkum að hægt var að leggja út á velli og gaman var að hita upp úti fyrir töltkeppnina. 

 

Í skeiði varð Vigdís í 2.-3 sæti á Stygg frá Akureyri og Ísólfur í 5.sæti á Glóey frá Torfunesi. 

Töltkeppnin hófst með pollaflokki en þar mætti Guðmar með Sýn frá Grafarkoti og voru þau glæsileg saman. 

 

 

Í barnaflokki varð Eysteinn í þriðja sæti á Glóð. Karítas keppti á Björk frá Lækjamóti og vann eftir sætaröðun í unglingaflokki en hún og Eva Dögg voru jafnar í einkunn.  Í 1.flokki  var hart barist í úrslitunum og fór svo að Ísólfur varð í 5.sæti á Gulltoppi frá Þjóðólfshaga með 6,94 og Vigdís sigraði á Freyði frá Leysingjastöðum með 7,39.

1.flokkur Tölt
a úrslit:
1 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II Víðidalur 7,39
2 Elvar Logi Friðriksson / Byr frá Grafarkoti LiðLísuSveins  7,28
3 Fanney Dögg Indriðadóttir / Brúney frá Grafarkoti LiðLísuSveins  7,22
4 Herdís Einarsdóttir / Grettir frá Grafarkoti LiðLísuSveins 7,00  (sigraði b úrslit)
5 Ísólfur Líndal Þórisson / Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1 Víðidalur  6,94
6 Kolbrún Grétarsdóttir / Stapi frá Feti Víðidalur 6,78 

 

Ísólfur og Gulltoppur frá Þjóðólfshaga

 

Vigdís og Freyðir frá Leysingjastöðum II

 

Lið Víðidals sigraði samanlagt mótaröðina og átti sigurvegara í öllum flokkum í einstaklingskeppninni.  Eysteinn í barnaflokki, Karítas í unglinaflokki, Stine í 3.flokki, Magnús Ásgeir í 2.flokki. 

Í 1.flokki sigraði Vigdís einstaklingskeppnina, í öðru sæti var Fanney Dögg og þriðja Hallfríður S. (Haffí) 

 

Nánari úrslit lokamótsins má sjá á heimasíðu Þyts:  http://thytur.123.is
 

 

 

 

29.03.2015 19:13

hestamót og leiksýning

Það hafa nokkur mót farið fram síðan síðast var ritað.  Töltkeppni Meistaradeildar VÍS fór fram 12. mars. Ísólfur keppti þar á Flans frá Víðivöllum fremri. Flans kom til okkar í ágúst 2014 og hefur gengið vel að þjálfa hann í vetur. Æfingar fyrir töltkeppni gengu einnig vel en því miður var Flans ekki í stuði þetta kvöld og komust þeir ekki í úrslit.  

 

Húnvetnska liðakeppnin hélt einnig áfram í mars, fimmgangur var næsta á dagskrá. Þar fóru Ísólfur og Vigdís með tvær ungar hryssur Glóey frá Torfunesi og Orrustu frá Lækjamóti. Þær komust í hringina og lærðu mikið af þessu.  Alltaf gaman að prófa ný hross, læra betur á þau og auka við reynslu þeirra. Í yngri flokkunum var keppt í tölti. Þar fór Karítas okkar með Björk frá Lækjamóti í unglingaflokki, sigraði glæsilega með 6,58.  Ungur og efnilegur drengur, Eysteinn Tjörvi Kristinsson hefur undanfarnar vikur komið í reiðtíma til okkar og hjálpað til við ýmis verk í hesthúsinu. Hann fékk lánaða hjá okkur gæðinginn Sýn frá Grafarkoti. Þau sigruðu barnaflokkinn með 6,17.  Í pollaflokki mætti Guðmar okkar galvaskur að vanda með Valdísi frá Blesastöðum 1A en þau eru frábærir félagar og alltaf flott saman.

Karítas og Björk frá Lækjamóti sigruðu tölt í unglingaflokki

 

Eysteinn og Sýn frá Grafarkoti sigruðu tölt í barnaflokki

 

22.mars brunuðu Ísólfur og Vigdís norður á Akureyri til að taka þátt í Stjörnutölti en sú keppni var nú færð inn í glæsilega reiðhöll Léttismanna á Akureyri en hefur fram að þessu verið í skautahöllinni.  Ísólfur keppti á Flans frá Víðivöllum Fremri og Vigdís á Sögn frá Lækjamóti.  Áður en keppnin hófst var Ísólfur með sýnikennslu í gæðingafimi. Mætti hann með Kristófer frá Hjaltastaðahvammi, sagði frá helstu grunn- og skyldu æfingum og útskýrði hvernig æfingarnar væru gerðar. Í lokinn sýndi hann prógrammið sem skilaði þeim sigri í MD VÍS en um leið og þeir sýndu prógrammið útskýrði Ísólfur hvað hann var að gera.

Keppnin fór  þannig að Vigdís og Sögn komust í b-úrslit og enduðu í 6.sæti en hjá Ísólfi og Flans gekk nú allt upp og þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu með einkunnina 7,94. 

 

Ísólfur og Flans frá Víðivöllum fremri sigruðu Stjörnutölt 2015

 

Vigdís og Sögn frá Lækjamóti

 

28.mars var förinni heitið suður til Reykjavíkur en þar fór fram Meistaradeild VÍS og að þessu sinni tvær skeiðgreinar, 150 m. og gæðingaskeið. Ísólfur keppti á Sólbjarti frá Flekkudal í gæðingaskeiði.  Aðstæður á vellinum hentuðu Sólbjarti illa, snjór og klaki var yfir brautinni og Sólbjartur vildi ekki beita sér almennilega, fór meira upp en áfram.  Niðurstaðan 14.sæti í gæðingaskeiði að þessu sinni.  í 150 m. keppti Ísólfur á Stygg frá Akureyri en hún er flugvökur Kjarvalsdóttir sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Þetta var frumraun þeirra í kappreiðum en Stygg elskar að skeiða og það skilaði góðum tíma og 9.sæti í keppninni sem skilaði 2 stigum. Ísólfur er því núna þegar tvær greinar eru eftir í Meistaradeild VÍS í 2.sæti einstaklingskeppninnar með 32 stig. 

 

Á meðan foreldrarnir fara um land allt á hestamót hefur eldri sonur Ísólfs og Vigdísar hann Ísak Þórir staðið sig frábærlega á leiksviðinu en hann fór með eitt aðalhlutverkið í söngleiknum Thriller sem sett var á svið hjá Grunnskóla Húnaþings vestra núna í mars.  Foreldrarnir gætu ekki verið stoltari af þessum flotta strák sem leikur og syngur eins og ekkert sé sjálfsagðara.  

Ísak Þórir Ísólfsson að syngja og leika í leikritinu Thriller
Það reynir mikið á Ísak á sviðinu en hann sýnir reiði, gleði, sorg og ofsa hræðslu í hlutverki sínu

 

 

 

 

 

 

09.03.2015 08:23

Meistaradeild ofl.

 
 

Síðustu vikur hafa verið viðburðaríkar.  Eftir sigur hjá Ísólfi í gæðingafimi í Meistaradeild VÍS var komið að fimmgangi.  Þar varð Ísólfur í 2-3 sæti eftir glæsilega sýningu í forkeppni. Í úrslitunum gekk líka vel en keppnin var sterk og fyrir skeiðið voru Ísólfur og Sólbjartur í 5.sæti.  Eftir þrjá magnaða skeiðspretti þar sem þeir sýndu frábært samspil og kraft uppskáru þeir glæsieinkunnir og sigur í höfn.  Þeir félagar brunuðu svo norður aftur á föstudagsmorgni og á mánudegi var Ísólfur kominn aftur suður í sjónvarpsviðtal fyrir þátt Meistardeildarinnar.  Í sömu viku var svo sýndur þáttur á stöð2 um uppbygginguna á Lækjamóti, byggingu Sindrastaða.  Þann þátt má sjá á vefslóðinni http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP34215 en við höfum fengið mjög jákvæð og góð viðbrögð við þættinum og þökkum kærlega fyrir það.

Næsta mót í Meistaradeild VÍS er tölt og er Ísólfur þegar þetta er ritað að undirbúa sig til að keyra af stað suður til að taka þar þátt. 

 

Húnvetnska liðakeppnin er byrjuð og tók Lækjamótsfólk að sjálfsögðu þátt í henni.  Úrslitin og myndir fáum við lánuð af heimasíðu hestamannafélagsins Þyts. En þar má sjá að okkar fólki gekk vel, Guðmar var glæsilegur í pollaflokki, Eysteinn sem kemur til okkar einu sinni í viku að þjálfa og vinna í hesthúsinu sigraði barnaflokkinn. Karítas sem kemur þrjá daga viku að þjálfa og vinna hjá okkur varð í 2.sæti á hryssunni sinni Völu frá Lækjamóti en sú er einungis á 6.vetur og undan Sindra frá Leysingjastöðum. Gerður Rósa sem er tamningakona hjá okkur á Sindrastöðum varð í 4.sæti í 2.flokki á Sýn frá Grafarkoti.  Í 1.flokki sigraði svo Vigdís á Sögn frá Lækjamóti og Ísólfur varð annar á Gulltopp frá Þjóðólfshaga.  

 

Vigdís og Sögn frá Lækjamóti                                            (ljósmynd: Eydís Ósk Indriðadóttir) 
 

Ísólfur og Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 
 
1. flokkur
A úrslit:
1 Vigdís Gunnarsdóttir / Sögn frá Lækjamóti Víðidalur 7,17
2 Ísólfur Líndal Þórisson / Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1 Víðidalur  6,77
3 Jessie Huijbers / Hátíð frá Kommu Víðidalur 6,63
4-5 Hörður Óli Sæmundarson / Daníel frá Vatnsleysu Víðidalur 6,53
4-5 Fanney Dögg Indriðadóttir / Brúney frá Grafarkoti LiðLísuSveins 6,53
 
B úrslit:
5 Hörður Óli Sæmundarson / Daníel frá Vatnsleysu Víðidalur  6,60
6 Herdís Einarsdóttir / Grettir frá Grafarkoti LiðLísuSveins  6,43
7 Ingólfur Pálmason / Orka frá Stóru-Hildisey LiðLísuSveins  6,27
8 Tryggvi Björnsson / Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 LiðLísuSveins  6,20
9 Jóhann Magnússon / Embla frá ÞóreyjarnúpiLiðLísuSveins  6,17
10 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi Víðidalur 5,87
 
 
Gerður Rósa og Sýn frá Grafarkoti
2. flokkur
A úrslit:
1 Marina Gertrud Schregelmann / Diddi frá Þorkelshóli 2 Víðidalur 6,57
2 Magnús Ásgeir Elíasson / Elding frá Stóru-Ásgeirsá Víðidalur 6,03
3 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Stuðull frá Grafarkoti LiðLísuSveins  6,00
4 Gerður Rósa Sigurðardóttir / Sýn frá Grafarkoti Víðidalur  5,93
5-6 Jóhann Albertsson / Sálmur frá Gauksmýri Víðidalur 5,83
5-6 Greta Brimrún Karlsdóttir / Sveipur frá Miðhópi LiðLísuSveins 5,83
 
B úrslit:
5-6 Jóhann Albertsson / Sálmur frá Gauksmýri Víðidalur  5,87
5-6 Gerður Rósa Sigurðardóttir / Sýn frá Grafarkoti Víðidalur  5,87
7-8 Stella Guðrún Ellertsdóttir / Líf frá Sauðá LiðLísuSveins  5,63
7-8 Þóranna Másdóttir / Ganti frá Dalbæ LiðLísuSveins 5,63
9 Sverrir Sigurðsson / Magni frá Höfðabakka LiðLísuSveins 4,97

3. flokkur
A úrslit:
1 Stine Kragh / Þór frá Stórhóli Víðidalur 6,17
2 Sigrún Eva Þórisdóttir / Dropi frá Hvoli Víðidalur  5,90
3 Tatjana Gerken / Hökull frá Þorkelshóli 2 Víðidalur  5,40
4 Rannveig Hjartardóttir / Eyri frá Stóru-Ásgeirsá Víðidalur 4,90
5 Hrannar Haraldsson / Máni frá Melstað LiðLísuSveins 4,10 
 
B úrslit:
5 Tatjana Gerken / Hökull frá Þorkelshóli 2 Víðidalur  5,10
6 Halldór Sigfússon / Toppur frá Kommu LiðLísuSveins 5,03
7 Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir / Sörli frá Helguhvammi II LiðLísuSveins  5,00
8 Aðalheiður Einarsdóttir / Skuggi frá Brekku, Fljótsdal Víðidalur 4,83
9 Elísa Ýr Sverrisdóttir / Feykja frá Höfðabakka LiðLísuSveins 4,07
  
Unglingaflokkur:
1 Eva Dögg Pálsdóttir / Glufa frá Grafarkoti LiðLísuSveins  6,17
2 Karítas Aradóttir / Vala frá Lækjamóti Víðidalur 6,03
3 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir / Ræll frá Varmalæk Víðidalur 5,70
4 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Brokey frá Grafarkoti LiðLísuSveins 5,13
5 Fríða Björg Jónsdóttir / Brúnkolla frá Bæ I Víðidalur 4,67
 
Barnaflokkur:
1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson / Glóð frá Þórukoti Víðidalur  5,03
2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Dögg frá Múla LiðLísuSveins 4,97
3 Ingvar Óli Sigurðsson / Vænting frá Fremri-Fitjum LiðLísuSveins 4,17
4 Margrét Jóna Þrastardóttir / Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá LiðLísuSveins 3,63
5 Arnar Finnbogi Hauksson / Lukka frá Stóru-Ásgeirsá Víðidalur 2,43 
 
Pollaflokkur:
Pollarnir stóðu sig auðvitað vel, riðu tvígangsprógram.
 
Indriði Rökkvi Ragnarsson Freyðir frá Grafarkoti LiðLísuSveins
Einar Örn Sigurðsson Ljúfur frá Hvoli LiðLísuSveins
Erla Rán Hauksdóttir Lukka frá Stóru - Ásgeirsá Víðidalur
Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Þokki frá Hvoli Víðidalur
Guðmar Hólm Ísólfsson Valdís frá Blesastöðum 1a Víðidalur
Oddný Sigríður Eiríksdóttir Djarfur frá Sigmundarstöðum LiðLísuSveins

Guðmar og Valdís frá Blesastöðum 

 

16.02.2015 18:24

Árið 2015 byrjar vel

Þrátt fyrir að febrúar sé einungis hálfnaður hefur Ísólfur þegar farið tvær ferðir suður til að keppa í Meistaradeild VÍS.  Fyrsta mótið var í lok janúar, þá var fjórgangur og í síðustu viku fór fram gæðingafimi. Ísólfur keppti í báðum greinum á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi sem byrjar árið með trompi, 5.sæti fjórgangi og sigur í gæðingafimi. Næst er svo 5.gangur og líklegt að hann fari þá með Sólbjart frá Flekkudal. 

 

Ísólfur og Kristófer eftir sigur í Gæðingafimi Meistaradeildar VÍS 

29.12.2014 20:50

Samantekt ársins 2014 í máli og myndum

Það er ekki ofsögum sagt að árið 2014 hafi verið viðburðarríkt á Lækjamóti og hjá meðlimum Lækjamótsfjölskyldunnar.  Með annál þessum langar okkur að taka saman í stuttu máli það helsta sem hefur gerst á árinu og um leið óska öllum vinum, ættingjum og öðrum dyggum lesendum gleðilegs nýs árs með kærri þökk fyrir það liðna. 

 

Keppnistímabilið byrjaði með látum, fyrsta mót ársins var eitt sterkasta innimót ársins, fjórgangur í Meistardeild Vís og fyrstu úrslit ársins staðreynd.  Ísólfur átti eftir að vera næstu vikur og mánuði á faraldsfæti þar sem hann keppti í báðum meistaradeildum landsins KS og VÍS. Með góðu skipulagi og stuðningi vina og fjölskyldu sem öll lögðust á eitt að láta allt ganga upp tókst Ísólfi að mæta á öll mótin og árangur í báðum deildum glæsilegur, samalagður sigurvegari í KS deildinni og 6.-7. sæti í Meistaradeild VÍS.  Vigdís tók einnig stórt skref á árinu í að auka keppnisreynslu, auk minni móta tók hún þátt í KS deildinni, komst þar í ein A-úrslit og lagði helling inn á reynslubankann.

 

 

Um það leiti sem útimótin voru að hefjast og fyrstu folöldin að koma í heiminn sýndi Ísólfur hryssuna Vík frá Lækjamóti í kynbótadóm. Vík er 4. vetra hryssa undan Óm frá Kvistum og Breytingu frá Lækjamóti, ræktuð af og í eigu Þóris Ísólfssonar. Vík hreif alla með sér fór á fyrstu sýningu í 8,19 fyrir hæfileika, fór á Landsmót og hækkaði þar í 8,30 fyrir hæfileika.  Síðsumars átti svona annar 4.vetra gullmoli, Ósvör frá Lækjamóti, eftir að fara í frábæran dóm, 8,02 fyrir hæfileika.  Ógleymanlegar stundir sem við upplifum vonandi aftur seinna. 

 

 

En það voru ekki bara skemmtilegar stundir á keppnis-og kynbótabrautinni.  Sonja, Friðrik og Jakob fluttu heim á Lækjamót frá Danmörku. Sonja útskrifaðist sem dýralæknir og er nú þegar orðin eins og aðrir dýralæknar, alltaf á þönum og nóg að gera.  Friðrik sinnir tamningu, þjálfun og kynbótadómarastörfum og Jakob litli heillar alla og nýtur góðs af því að hafa ömmu og afa í sama húsi. 

 

 

Keppnin hélt áfram og auk minni móta var farið á tvö sterkustu mót ársins, Landsmót og Íslandsmót.  Árangur á þeim mótum var mjög góður, á Landsmóti var Ísólfur í þremur úrslitum og bar þar hæst A-úrslit í tölti á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi. Á Íslandsmóti komst Ísólfur einnig í úrslit í öllum þeim greinum sem hann tók þátt í og átti margar glæsilegar sýningar.  


 

Þann 4.ágúst fjölgaði í Lækjamótsfjölskyldunni þegar yndisleg lítil stúlka kom í heiminn. Dóttir Sigurðar Líndal og Gretu Claug.  Hún var skírð í höfuðu á ömmu sinni og er því alnafna hennar, Elín Rannveig Sigurðardóttir.  Algjör draumur í dós og ekkert sem toppar þennan viðburð á árinu!

 

 

 

það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum að miklar framkvæmdir hafa verið á Lækjamótsjörðinni en Ísólfur og Vigdís byggðu hesthús, reiðhöll, hringvöll og kynbótabraut.  Erum við verulega ánægð með alla framkvæmd og frágang á þessari nýju aðstöðu og mega allir sem að framkvæmdinni komu vera stoltir af því verki sem þeir lögðu mikinn metnað í og hafa lokið.  Þann 25.ágúst var opinn dagur, sá dagur heppnaðist í alla staði mjög vel, fullkomið veður og fjölmargir gestir sem sáu sér fært að mæta. 

 

 

 

Haustið fór eins og venjulega í allar gerðir af smalamennskum (heimaland, hálendið og eyjar á Breiðafirði) og frumtamningar, skemmtilegur tími sem kemur sem betur fer alltaf aftur á hverju ári.

 
 
 

 

Í byrjun nóvember var haldin uppskeruhátíð Þyts og hrossaræktarsamtakanna.  Það var mikil hátíð eins og alltaf með frábærum skemmtiatriðum. Ísólfur hlaut verðlaun sem knapi ársins hjá hestamannafélaginu Þyt og Lækjamót var hrossaræktarbú ársins í V.-Hún. 

 

 

Árinu var svo lokað með kjöri íþróttamanns ársins í Húnaþingi vestra en þann titill hlaut Ísólfur, þriðja árið í röð enda árangur ársins glæsilegur.

 

 

 

 

 

 

 

24.12.2014 09:49

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

 

Fjölskyldurnar á Lækjamóti óska ykkur öllum

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. 

Takk fyrir skemmtilegt hestaár 2014.

Hafið það sem allra best yfir jólahátíðina. 

 
 

30.09.2014 13:21

Frumtamningar og stóðréttarfjör

Í september hafa frumtamningar verið í aðalhlutverki. Þórir kennir frumtamningar við Háskólann á Hólum og keyrir daglega á milli.  Friðrik og Sonja eru að temja 3. vetra tryppin sín auk þess sem Sonja vinnur sem dýralæknir í sláturhúsinu á Hvammstanga. Og á Sindrastöðum sjá Ísólfur og Bjarki um tamningar á 3.vetra tryppum Ísólfs og Vigdísar.   Það er því mikið fjör í hesthúsunum og hver dagur spennandi.  

Um næstu helgi eru svo stóðrétt í Víðidalstungurétt.  Á föstudaginn förum við að smala safninu niður af Víðidalstunguheiði og réttað er á laugardegi.   Við eigum von á mörgum góðum gestum til okkar á Lækjamót svo það verður pottþétt mikil gleði smiley  Eftir helgina er stefnt að því að taka inn 2 vetra tryppi í nokkra daga til að kynnast þeim aðeins betur og undirbúa fyrir tamningu. Um miðjan Október koma svo inn eftir haustfrí keppnishestarnir. 

1 og 2. vetra ógeltir folar á Lækjamóti 

 

Tamningar á Sindrastöðum

 

 

 

 

 

28.08.2014 07:54

Takk fyrir komuna á Sindrastaði

Fjölskyldan á Lækjamóti vill þakka öllum innilega fyrir komuna á Sindrastaði í gær en þá fór fram formleg opnun.  Gaman var hve margir sáu sér fært að mæta en áætlað er að milli 700-800 manns hafi heimsótt okkur. Var dagurinn á allan hátt frábær og ekki skemmdi fyrir að veðrið lék við okkur.  Við viljum þakka Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra fyrir komuna og Sigurði Inga fyrir sinn þátt í opnuninni.  Kvenfélögin á svæðinu sáu um veitingar og þökkum við þeim kærlega fyrir en ekki var auðvelt að áætla þann fjölda sem myndi mæta.

Vonum við að allir hafa notið heimsóknarinnar til okkar og hlökkum til að byrja að nota og njóta þessarar nýju aðstöðu. 

Vaðall, Ísólfur, Guðmar, Sigurður Ingi, Richard, Ísak, Vigdís og Gulltoppur tóku þátt í formlegri opnun þar sem klippt var á borða í reiðhöll Sindrastaða.

 

 

 

Hreinn Magnússon og Vigdís en Hreinn ræktaði hestinn Sindra frá Leysingjastöðum sem Sindrastaðir heita eftir.

 

 
 

 

 

 

 

 

 

15.08.2014 13:37

4. vetra Ósvör frá Lækjamóti í 8,02 fyrir hæfileika :)

 

Ósvör frá Lækjamóti er 4.vetra hryssa undan Rán frá Lækjamóti og Sindra frá Leysingjastöðum. Ræktandi er Elín R. Líndal og eigendur eru Elín R. Líndal og Ísólfur Líndal.  Ósvör er einstaklega geðgóð og skemmtileg hryssa sem hefur frá upphafi tamningar sýnt mikla ganghæfileika og frábæran vilja.  Ísólfur fór með hana í kynbótadóm á Sauðárkróki í vikunni þar sem hún hlaut 8,02 fyrir hæfileika og 7,76 fyrir byggingu, aðaleinkunn 7,92 sem skiptist þannig: 

Sköpulag
Höfuð 7.5
Háls/herðar/bógar 7.5
Bak og lend 9
Samræmi 8
Fótagerð 7.5
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 7
Sköpulag 7.76
Kostir
Tölt 8.5
Brokk 7.5
Skeið 7.5
Stökk 8
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8
Fet 7.5
Hæfileikar 8.02
Hægt tölt 7.5
Hægt stökk 8
Aðaleinkunn 7.92

29.07.2014 21:24

Þrenn úrslit á Íslandsmóti 2014

Það var vel heppnað Íslandsmótið sem fór fram í Víðidal hjá hestamannafélaginu Fáki í síðustu viku. Þó nokkur fjöldi áhorfenda fylgdist með keppninni og var gaman að börn/unglingar og ungmenni kepptu á sama móti og fullorðnir. 

Ísólfur keppti á fimm hestum í átta greinum. Um 60 skráningar voru í flestar greinar og bestu hestar landsins mættir.  Alls komust þrír í úrslit, Freyðir í b-úrslit í 4gangi, Sólbjartur í b-úrslit í 5gangi sem hann svo vann og fór upp í a-úrslit og svo fór Vaðall í a-úrslit í slaktaumatölti. 

Vaðall er stórefnilegur keppnishestur, hlaut hæstu einkunn fyrir frjálsu ferðina í T2 eða 8,83. Reynsluleysi gerði svo vart við sig á slaktatauminum en þetta var í annað sinn sem keppt var á honum úti í T2.  Hann endaði í 5.sæti með 7,42.

 

Sólbjartur var í miklu stuði, vann b-úrslit í fimmgangi, átti frábæra skeiðspretti og endaði í 4.sæti í a-úrslitum með 7,45.
Flettingar í dag: 325
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 681
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 205819
Samtals gestir: 33784
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 16:04:49
LÆKJAMÓT  |  531 HVAMMSTANGI - ÍSLAND  |  +354 4512570  | [email protected]